Innlent

Nokkuð um umferðalagabrot

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brot 51 ökumanns var myndað á Álftanesvegi í gær.
Brot 51 ökumanns var myndað á Álftanesvegi í gær.
Brot 51 ökumanns var myndað á Álftanesvegi í gær en fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álftanesveg í austurátt, við Gálgahraunsveg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á einni klukkustund um hádegisbilið fóru 146 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna of hratt.

Meðalhraði hinna brotlegu var 66 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sextán óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 84.

Í dag myndaði lögreglan fimm brot ökumanna á Vesturlandsvegi en fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vesturlandsveg í austurátt, í Kollafirði.

Á einni klukkustund fóru 259 ökutæki þessa akstursleið og því óku sárafáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 104 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 111.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×