Vilja endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2014 22:00 Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller, Guðbjartur Hannesson, Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Björt Ólafsdóttir standi að baki ályktunarinnar. Vísir/Getty „Lífsgjöfin sem felst í barneignum er afar mikilvæg og hefur afgerandi áhrif á líf og starf fólks. Ekki eru þó allir svo heppnir að geta með einföldum og náttúrulegum hætti getið og eignast börn. Ófrjósemi er sjúkdómur sem er vaxandi vandamál hér á landi,“ segir í tillögu til þingsályktunar um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana sem nokkrir þingmenn hafa skrifað undir. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller, Guðbjartur Hannesson, Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Björt Ólafsdóttir standi að baki ályktunarinnar. Í greinagerð þingmannanna segir að einn af hápunktunum í lífi margra sé að verða foreldri. Það segir einnig að ætla megi að eitt af hverjum sex pörum eigi við ófrjósemi að stríða. Afleiðingar ófrjósemi séu margvíslegar og leggjast oft þungt á sálarlíf þeirra sem þjást af henni. „Almennt má segja að til séu þrjár tegundir af ófrjósemi sem lýsir sér á mismunandi hátt. Það sem í daglegu tali er kallað ófrjósemi lýsir sér í því að kona getur ekki orðið þunguð þrátt fyrir að hafa stundað reglulega óvarið kynlíf í a.m.k. eitt ár, en það er kallað síðkomin ófrjósemi ef einstaklingur hefur eignast a.m.k. eitt barn en nær svo ekki að geta barn aftur. Ófrjósemi getur einnig lýst sér í því að kona getur ekki klárað meðgöngu á eðlilegan hátt og fætt lifandi barn. Þriðja tegundin er félagsleg ófrjósemi, þ.e. þegar einstaklingur þarf á tæknifrjóvgun að halda vegna félagslegra aðstæðna, t.d. vegna þess að hann á ekki maka eða maki hans er af sama kyni.“ Með þingsályktunartillögunni er lagt til að fela ráðherra að endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða þannig að stuðningur ríkisins verði meiri og geri þannig fólki sem glímir við ófrjósemi auðveldara fyrir að sækja meðferðir vegna sjúkdómsins en nú er. Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að endurskoða reglur um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða fyrir árslok 2014. Við endurskoðunina verði gætt að eftirtöldum atriðum:1. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar,2. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sé óháð því hvort pör eða einstaklingar eigi barn fyrir,3. ef uppsetning á fósturvísum fer ekki fram þar sem engin frjóvgun hefur orðið, þá sé full greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna þeirrar meðferðar, en þó ekki talin með öðrum tæknifrjóvgunarmeðferðum sem greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nær til,4. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga taki til ferðakostnaðar vegna tæknifrjóvgunarmeðferða jafnvel þótt greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái ekki til þeirra meðferða,5. að kynfrumur (eggfrumur og sáðfrumur) frá tilteknum gjafa fari aðeins til eins pars eða einstaklings.Hér má lesa tillöguna í heild sinni. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira
„Lífsgjöfin sem felst í barneignum er afar mikilvæg og hefur afgerandi áhrif á líf og starf fólks. Ekki eru þó allir svo heppnir að geta með einföldum og náttúrulegum hætti getið og eignast börn. Ófrjósemi er sjúkdómur sem er vaxandi vandamál hér á landi,“ segir í tillögu til þingsályktunar um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana sem nokkrir þingmenn hafa skrifað undir. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller, Guðbjartur Hannesson, Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Björt Ólafsdóttir standi að baki ályktunarinnar. Í greinagerð þingmannanna segir að einn af hápunktunum í lífi margra sé að verða foreldri. Það segir einnig að ætla megi að eitt af hverjum sex pörum eigi við ófrjósemi að stríða. Afleiðingar ófrjósemi séu margvíslegar og leggjast oft þungt á sálarlíf þeirra sem þjást af henni. „Almennt má segja að til séu þrjár tegundir af ófrjósemi sem lýsir sér á mismunandi hátt. Það sem í daglegu tali er kallað ófrjósemi lýsir sér í því að kona getur ekki orðið þunguð þrátt fyrir að hafa stundað reglulega óvarið kynlíf í a.m.k. eitt ár, en það er kallað síðkomin ófrjósemi ef einstaklingur hefur eignast a.m.k. eitt barn en nær svo ekki að geta barn aftur. Ófrjósemi getur einnig lýst sér í því að kona getur ekki klárað meðgöngu á eðlilegan hátt og fætt lifandi barn. Þriðja tegundin er félagsleg ófrjósemi, þ.e. þegar einstaklingur þarf á tæknifrjóvgun að halda vegna félagslegra aðstæðna, t.d. vegna þess að hann á ekki maka eða maki hans er af sama kyni.“ Með þingsályktunartillögunni er lagt til að fela ráðherra að endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða þannig að stuðningur ríkisins verði meiri og geri þannig fólki sem glímir við ófrjósemi auðveldara fyrir að sækja meðferðir vegna sjúkdómsins en nú er. Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að endurskoða reglur um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða fyrir árslok 2014. Við endurskoðunina verði gætt að eftirtöldum atriðum:1. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar,2. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sé óháð því hvort pör eða einstaklingar eigi barn fyrir,3. ef uppsetning á fósturvísum fer ekki fram þar sem engin frjóvgun hefur orðið, þá sé full greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna þeirrar meðferðar, en þó ekki talin með öðrum tæknifrjóvgunarmeðferðum sem greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nær til,4. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga taki til ferðakostnaðar vegna tæknifrjóvgunarmeðferða jafnvel þótt greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái ekki til þeirra meðferða,5. að kynfrumur (eggfrumur og sáðfrumur) frá tilteknum gjafa fari aðeins til eins pars eða einstaklings.Hér má lesa tillöguna í heild sinni.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira