Fleiri íslensk börn með ofnæmi fyrir hnetum og kiwi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. október 2014 18:49 Íslensk börn eru í auknum mæli að greinast með ofnæmi fyrir fæðutegundum eins og kiwi og hnetum. Þetta segir ofnæmislæknir sem rannsakar nú fæðuofnæmi barna. Umfangsmikil rannsókn á fæðuofnæmi barna fer nú fram á Barnaspítala Hringsins. Fyrst var fylgst með um 1300 börnum frá fæðingu til tveggja og hálfs árs aldurs og ítarlega farið yfir mataræði þeirra. Enn er verið að vinna úr gögnunum sem söfnuðust en þau sýna að um þrjú prósent barna eru með fæðuofnæmi hér á landi. „Það er heldur hærri prósenta heldur en var hérna fyrir tíu árum þegar það var gerð lítil rannsókn hér á landi. Þannig að hugsanlega er það að aukast hér,“ segir Sigurveig Sigurðardóttir ofnæmislæknir sem er ein þeirra sem sér um rannsóknina. „Við erum að sjá meira ofnæmi fyrir ofnæmisvökum sem við sáum ekki fyrir tíu árum síðan. Við erum farin að sjá meira af kasjúhnetum, við erum að sjá ofnæmi fyrir furuhnetum, jafnvel, eða kiwi.“ Nú eru börnin á aldrinum sex til átta ára og farin að mæta aftur á Barnaspítalann til að hægt sé að skoða þau enn á ný og safna frekari gögnum. Tilgangurinn með rannsókninni er að finna út hvað það er í umhverfinu og fæðunni sem gerir það að verkum að sumir fá ofnæmi en aðrir ekki. Sigurveig segir að nú séu aðeins kenningar um hvað valdi þessu. „Til dæmis þetta með hreinlætiskenninguna, að við séum orðin alltof hrein og ekki útsetja okkur fyrir nógu miklum svona fjölbreytileika af flóru. Það eru alltaf stöðugt fleiri rannsóknir sem sýna að garnaflóran skipti mjög miklu máli. Við, með okkar svona vestræna lifnaðarhætti, gætum hugsanlega verið að hafa áhrif á það til dæmis með of miklum sykri eða of miklum rotvörnum eða sýklalyfjum í heildina“, segir Sigurveig. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Íslensk börn eru í auknum mæli að greinast með ofnæmi fyrir fæðutegundum eins og kiwi og hnetum. Þetta segir ofnæmislæknir sem rannsakar nú fæðuofnæmi barna. Umfangsmikil rannsókn á fæðuofnæmi barna fer nú fram á Barnaspítala Hringsins. Fyrst var fylgst með um 1300 börnum frá fæðingu til tveggja og hálfs árs aldurs og ítarlega farið yfir mataræði þeirra. Enn er verið að vinna úr gögnunum sem söfnuðust en þau sýna að um þrjú prósent barna eru með fæðuofnæmi hér á landi. „Það er heldur hærri prósenta heldur en var hérna fyrir tíu árum þegar það var gerð lítil rannsókn hér á landi. Þannig að hugsanlega er það að aukast hér,“ segir Sigurveig Sigurðardóttir ofnæmislæknir sem er ein þeirra sem sér um rannsóknina. „Við erum að sjá meira ofnæmi fyrir ofnæmisvökum sem við sáum ekki fyrir tíu árum síðan. Við erum farin að sjá meira af kasjúhnetum, við erum að sjá ofnæmi fyrir furuhnetum, jafnvel, eða kiwi.“ Nú eru börnin á aldrinum sex til átta ára og farin að mæta aftur á Barnaspítalann til að hægt sé að skoða þau enn á ný og safna frekari gögnum. Tilgangurinn með rannsókninni er að finna út hvað það er í umhverfinu og fæðunni sem gerir það að verkum að sumir fá ofnæmi en aðrir ekki. Sigurveig segir að nú séu aðeins kenningar um hvað valdi þessu. „Til dæmis þetta með hreinlætiskenninguna, að við séum orðin alltof hrein og ekki útsetja okkur fyrir nógu miklum svona fjölbreytileika af flóru. Það eru alltaf stöðugt fleiri rannsóknir sem sýna að garnaflóran skipti mjög miklu máli. Við, með okkar svona vestræna lifnaðarhætti, gætum hugsanlega verið að hafa áhrif á það til dæmis með of miklum sykri eða of miklum rotvörnum eða sýklalyfjum í heildina“, segir Sigurveig.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira