Hannes: Þetta eru náttúrulega frægir karlar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 12:00 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því. Hannes hefur staðið vaktina vel í sigrinum á Tyrkjum og Lettum en í kvöld þarf hann og félagar hans í íslenska landsliðinu að glíma við stjörnuprýtt hollenskt landslið. „Það mun mæða meira á vörninni heldur en á móti Tyrkjunum þótt að Tyrkir séu með flott lið. Holland er eitt besta lið í heiminum og það er hætt við því að það verði eitthvað að gera hjá okkur þarna aftast. Við erum klárir í það," sagði Hannes. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. „Þetta er flott. Við erum með flott lið núna og það er mikil fagmennska sem ríkir í kringum landsliðið og á öllum stöðum. Það eru flottir leikmenn í liðinu og það er virkilega jákvætt að Ísland geti náð svona úrslitum. Nú er bara að fylgja því eftir og halda áfram að gera vel," sagði Hannes. Hannes mun meðal annars fara yfir skot hollensku leikmannanna fyrir leikinn með hinum markvörðunum (Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson) og markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni. „Þetta eru náttúrulega frægir karlar og maður hefur séð eitthvað með þeim áður. Svo er fótbolti bara þannig að maður þarf að vera klár í hvað sem er þó að maður sé búinn að skoða einhver vídeó. Það hjálpar manni kannski ekkert svo mikið þegar út í leikinn er komið," segir Hannes. Það er nóg af stjörnum í hollenska landsliðinu. „Við erum búnir að spila á móti flottum körlum áður og það er bara gaman. Þetta eru karlar sem er gaman að vera með í reynslubankanum að hafa spilað við. Ég get síðan montað mig yfir því við félagana þegar við sitjum og horfum á enska boltann að maður hafi spilað við þessa karla og helst haldið hreinu á móti þeim. Við vonumst til að það bætist í það safn á morgun," segir Hannes. „Við þurfum að horfa þannig á þetta að vera með sex stig núna gerir það að verkum að við getum farið örlítið afslappaðri inn í þetta að því leytinu til að við erum ekki með bakið upp við vegg. Vonandi nær að það að hjálpa okkur að ná fram okkar besta leik til þess að fara svo og sækja úrslit á móti Hollandi. Það er meira en að segja það og við þurfum að fá allt með okkur til að ná árangri á móti þeim. Ég held að það hjálpi okkur að vera með sex stig í sarpinum," sagði Hannes. „Ég gæti trúað því að það sé meiri pressa á þeim fyrir þennan leik. Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hinsvegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá er að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega. Við vitum það að þeir munu ekki fá auðveldan leik. Vonandi eru þeir svolítið stressaðir fyrir þetta verkefni og við náum síðan að koma þeim úr jafnvægi með því að mæta þeim af krafti," sagði Hannes að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því. Hannes hefur staðið vaktina vel í sigrinum á Tyrkjum og Lettum en í kvöld þarf hann og félagar hans í íslenska landsliðinu að glíma við stjörnuprýtt hollenskt landslið. „Það mun mæða meira á vörninni heldur en á móti Tyrkjunum þótt að Tyrkir séu með flott lið. Holland er eitt besta lið í heiminum og það er hætt við því að það verði eitthvað að gera hjá okkur þarna aftast. Við erum klárir í það," sagði Hannes. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. „Þetta er flott. Við erum með flott lið núna og það er mikil fagmennska sem ríkir í kringum landsliðið og á öllum stöðum. Það eru flottir leikmenn í liðinu og það er virkilega jákvætt að Ísland geti náð svona úrslitum. Nú er bara að fylgja því eftir og halda áfram að gera vel," sagði Hannes. Hannes mun meðal annars fara yfir skot hollensku leikmannanna fyrir leikinn með hinum markvörðunum (Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson) og markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni. „Þetta eru náttúrulega frægir karlar og maður hefur séð eitthvað með þeim áður. Svo er fótbolti bara þannig að maður þarf að vera klár í hvað sem er þó að maður sé búinn að skoða einhver vídeó. Það hjálpar manni kannski ekkert svo mikið þegar út í leikinn er komið," segir Hannes. Það er nóg af stjörnum í hollenska landsliðinu. „Við erum búnir að spila á móti flottum körlum áður og það er bara gaman. Þetta eru karlar sem er gaman að vera með í reynslubankanum að hafa spilað við. Ég get síðan montað mig yfir því við félagana þegar við sitjum og horfum á enska boltann að maður hafi spilað við þessa karla og helst haldið hreinu á móti þeim. Við vonumst til að það bætist í það safn á morgun," segir Hannes. „Við þurfum að horfa þannig á þetta að vera með sex stig núna gerir það að verkum að við getum farið örlítið afslappaðri inn í þetta að því leytinu til að við erum ekki með bakið upp við vegg. Vonandi nær að það að hjálpa okkur að ná fram okkar besta leik til þess að fara svo og sækja úrslit á móti Hollandi. Það er meira en að segja það og við þurfum að fá allt með okkur til að ná árangri á móti þeim. Ég held að það hjálpi okkur að vera með sex stig í sarpinum," sagði Hannes. „Ég gæti trúað því að það sé meiri pressa á þeim fyrir þennan leik. Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hinsvegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá er að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega. Við vitum það að þeir munu ekki fá auðveldan leik. Vonandi eru þeir svolítið stressaðir fyrir þetta verkefni og við náum síðan að koma þeim úr jafnvægi með því að mæta þeim af krafti," sagði Hannes að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira