Ari Freyr: Lendi örugglega einhvern tímann einn á einn á móti Robben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 10:00 Ari Freyr Skúlason. Vísir/Vilhelm Ari Freyr Skúlason fær krefjandi verkefni í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tekur á móti bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar. Arjen Robben spilar vanalega út á hægri kantinum sem þýðir að það kemur væntanlega í hlut Ara að stoppa hann á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það verður annaðhvort Robben eða einhver annar. Maður bara tekur því sem kemur," segir Ari en hann fylgdist eins og aðrir með því þegar Arjen Robben spilaði frábærlega með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu. „Þessi maður hjólaði sig fram og til baka í gegnum heimsmeistaramótið en okkar liðsheild mun glíma við þetta saman. Við munum hjálpa hverjum öðrum og það mun koma okkur áfram," segir Ari óhræddur. „Það kemur örugglega fyrir einhvern tímann að ég lendi einn á einn á móti Robben. Þetta verður krefjandi en mjög gaman," sagði Ari Freyr. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum jafnframt því að skora sex mörk. „Þetta sýnir hvers konar liðsheild við erum með og leikmenn á borð við Gylfa og Kolla sem geta skorað hvenær sem er. Svo erum við þéttir til baka og duglegir að vinna fyrir hvern annan. Við erum búnir að vinna með það í tvö og hálft ár og nú erum við fara upp," sagði Ari. Ari fær mikið að taka þátt í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég get ekki alltaf farið fram. Við þurfum að horfa á hvorn annan og sjá hver er framar því við megum ekki skilja Ragga og Kára eftir í súpunni," segir Ari Freyr og nefnir þar hinn bakvörðinn Theódór Elmar Bjarnason sem tekur líka virkan þátt í sóknarleiknum. En má hann eitthvað fara fram völlinn á móti Hollendingum í kvöld? „Því meira sem að maður sækir því meira þurfa þeir að verjast," svarar Ari kokhraustir og hann er ánægður í landsliðinu. „Þetta er gríðarlega gaman. Ég er búinn að vera með í þessu í þrjú ár og það er æðislegt að fá að kynnast þessum strákum og vera með þeim allan þennan tíma," sagði Ari. „Mér finnst taktíkin og leikirnir sjálfir hafa gengið upp hundrað prósent. Við tókum Tyrkina alveg útaf laginu með því hvernig við vorum sem liðsheild og svo tóku einstaklingsframtökin yfir í þessum þremur mörkum. Ef við höldum okkar striki áfram, trúum áfram á okkur og höldum áfram að berjast fyrir hvern annan þá mun þetta ganga vel," sagði Ari. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Ari Freyr Skúlason fær krefjandi verkefni í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tekur á móti bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar. Arjen Robben spilar vanalega út á hægri kantinum sem þýðir að það kemur væntanlega í hlut Ara að stoppa hann á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það verður annaðhvort Robben eða einhver annar. Maður bara tekur því sem kemur," segir Ari en hann fylgdist eins og aðrir með því þegar Arjen Robben spilaði frábærlega með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu. „Þessi maður hjólaði sig fram og til baka í gegnum heimsmeistaramótið en okkar liðsheild mun glíma við þetta saman. Við munum hjálpa hverjum öðrum og það mun koma okkur áfram," segir Ari óhræddur. „Það kemur örugglega fyrir einhvern tímann að ég lendi einn á einn á móti Robben. Þetta verður krefjandi en mjög gaman," sagði Ari Freyr. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum jafnframt því að skora sex mörk. „Þetta sýnir hvers konar liðsheild við erum með og leikmenn á borð við Gylfa og Kolla sem geta skorað hvenær sem er. Svo erum við þéttir til baka og duglegir að vinna fyrir hvern annan. Við erum búnir að vinna með það í tvö og hálft ár og nú erum við fara upp," sagði Ari. Ari fær mikið að taka þátt í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég get ekki alltaf farið fram. Við þurfum að horfa á hvorn annan og sjá hver er framar því við megum ekki skilja Ragga og Kára eftir í súpunni," segir Ari Freyr og nefnir þar hinn bakvörðinn Theódór Elmar Bjarnason sem tekur líka virkan þátt í sóknarleiknum. En má hann eitthvað fara fram völlinn á móti Hollendingum í kvöld? „Því meira sem að maður sækir því meira þurfa þeir að verjast," svarar Ari kokhraustir og hann er ánægður í landsliðinu. „Þetta er gríðarlega gaman. Ég er búinn að vera með í þessu í þrjú ár og það er æðislegt að fá að kynnast þessum strákum og vera með þeim allan þennan tíma," sagði Ari. „Mér finnst taktíkin og leikirnir sjálfir hafa gengið upp hundrað prósent. Við tókum Tyrkina alveg útaf laginu með því hvernig við vorum sem liðsheild og svo tóku einstaklingsframtökin yfir í þessum þremur mörkum. Ef við höldum okkar striki áfram, trúum áfram á okkur og höldum áfram að berjast fyrir hvern annan þá mun þetta ganga vel," sagði Ari.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira