Innlent

Ekki meira fé sett í forvarnir gegn kynferðisofbeldi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Allt fé til forvarna gegn kynferðisofbeldi hefur verið skorið niður.
Allt fé til forvarna gegn kynferðisofbeldi hefur verið skorið niður. Vísir/Getty
Fjármagn í forvarnir gegn kynferðisofbeldi var ekki endurnýjað þrátt fyrir að árið 2013 hafi verið metár í tilkynningum um kynferðisofbeldi, bæði gagnvart börnum og fullorðnum.

Þetta kom fram í þættinum Harmageddon í morgun þar sem Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir voru gestir. Þær eru höfundar myndarinnar Stattu með þér! sem er fyrsta íslenska forvarnarmyndin um kynferðisofbeldi. Stattu með þér! er ætluð fyrir aldurshópinn 10-12 ára.

Þórdís Elva benti á að árlega séu 80 milljónir settar í áfengisforvarnir sem sé gott og gilt en hún spyrji sig hvers vegna allt fé til forvarna gegn kynferðisofbeldi sé skorið niður.

„Hlutir sem fá gildi og vigt í íslensku samfélagi, það er settur verðmiði á þá, svo ég spyr mig bara: finnst okkur þetta ekki nógu mikilvægt?“ sagði Þórdís.

Viðtalið við Brynhildi og Þórdísi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×