Innlent

Hollendingar voru sigurvissir fyrir leikinn við Íslendinga

Heimir Már Pétursson skrifar
Mikið fjör og sigurvissa var í stórum hópi stuðningsmanna hollenska landsliðsins í fótbolta, í miðborg Reykjavíkur í dag. Stuðningsmennirnir virðast telja formsatriði að vinna íslenska landsliðið en segjast engu að síður elska Íslendinga. Heimir Már fréttamaður og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður rákust á hressa Hollendinga í dag.

Það fór ekki á milli mála á Austurvelli í dag að Hollendingar voru mættir í bæinn til að styðja landslið sitt í undankeppni evrópumótsins í knattspyrnu í leik gegn Íslendingum á laugardalsvelli í kvöld. Sumir stuðningsmanna voru reyndar svo hressir að draga má í efa að þeir hafi náð alla leið á laugardalsvöllinn.

Svo sigurvissir voru stuðningsmennirnir að sú hugsun að Íslendingar gætu unnið leik komst greinilega ekki að í höfði þeirra, eins og sést í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×