Heimilin greiða verðmæti hálf nýs Landsspítala í heilbrigðis- og menntamál Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2014 20:44 Heimilin í landinu eyða stórum upphæðum til heilbrigðis- og fræðslumála umfram það sem tekjuskattur einstaklinga stendur undir í samneyslunni, eða um eða yfir fjörutíu milljörðum króna á ári. Greiðsluþátttaka einstaklinga í heilbrigðiskerfinu jókst um háttí sex hundruð milljónir á þessu ári. Tekjur hins opinbera, það er að segja ríkis og sveitarfélaga, af tekjuskatti á síðasta ári voru 259 milljarðar króna. Þar með eru hins vegar ekki upptalin öll útgjöld heimilanna til heilbrigðis- og fræðslumála. Árið 2013 má áætla samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningi að bein útgjöld heimilanna til heilbrigðismála hafi verið um 30 milljarðar króna. Þar undir eru öll lyfjaútgjöld heimilanna, lyfseðilsskyld lyf og ólyfseðilsskyld lyf, tannlækningar sem í sumum löndum heyra undir heilbrigðiskerfið, hjálpartækjakaup og svo framvegis og öll komu- og rannsóknargjöld. Á þessu ári hafa þessi útgjöld síðan hækkað um 540 milljónir vegna hækkunar komugjaldaog annarra breytinga varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga. Þrátt fyrir það er hlutfall útgjalda heimilanna svipað og fyrri ár. Þá greiddu heimilin í landinu um 14 milljarða á síðasta ári til fræðslumála. Þar munar mest um leikskólagjöld, en leikskólinn er í sumum löndum Evrópu hluti af hinu almenna menntakerfi sem hann er ekki hér á landi. Þá heyra öll skólagjöld hvaða nafni sem þau nefnast sem og annar kostnaður heimilanna við menntun undir þennan lið. Mikið var skorið niður til þessara málaflokka á árunum eftir hrun og í dag vantar t.d. um 13 milljarða upp á að framlög hins opinbera séu þau sömu á föstu verðlagi á síðasta ári og þau voru hrunárið 2008. Það er því hin pólitíska spurning hvað almennir skattar eiga að standa undir stórum hluta þessara málaflokka og hvað almenningur á sjálfur að borga beint yfir borðið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist vilja að íslendingar standist samjöfnuð við aðrar þjóðir. „Ég vil standast samjöfnuð við aðrar þjóðir í þeim efnum. Við höfum verið að síga aðeins niður á við undanfarin ár en ég tel að við séum á réttir leið núna og erum að fikra okkur smátt og smátt á þann stað að við stöndumst betur samkeppnina við nágrannaþjóðir okkar í þessum efnum. Tvímælalaust vil ég vera þar og að við getum boðið Íslendingum þær aðstæður að þurfa ekki að standa undir hærri hluta heilbrigðisþjónustunnar en annars staðar gerist,“ segir Kristján Þór. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Heimilin í landinu eyða stórum upphæðum til heilbrigðis- og fræðslumála umfram það sem tekjuskattur einstaklinga stendur undir í samneyslunni, eða um eða yfir fjörutíu milljörðum króna á ári. Greiðsluþátttaka einstaklinga í heilbrigðiskerfinu jókst um háttí sex hundruð milljónir á þessu ári. Tekjur hins opinbera, það er að segja ríkis og sveitarfélaga, af tekjuskatti á síðasta ári voru 259 milljarðar króna. Þar með eru hins vegar ekki upptalin öll útgjöld heimilanna til heilbrigðis- og fræðslumála. Árið 2013 má áætla samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningi að bein útgjöld heimilanna til heilbrigðismála hafi verið um 30 milljarðar króna. Þar undir eru öll lyfjaútgjöld heimilanna, lyfseðilsskyld lyf og ólyfseðilsskyld lyf, tannlækningar sem í sumum löndum heyra undir heilbrigðiskerfið, hjálpartækjakaup og svo framvegis og öll komu- og rannsóknargjöld. Á þessu ári hafa þessi útgjöld síðan hækkað um 540 milljónir vegna hækkunar komugjaldaog annarra breytinga varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga. Þrátt fyrir það er hlutfall útgjalda heimilanna svipað og fyrri ár. Þá greiddu heimilin í landinu um 14 milljarða á síðasta ári til fræðslumála. Þar munar mest um leikskólagjöld, en leikskólinn er í sumum löndum Evrópu hluti af hinu almenna menntakerfi sem hann er ekki hér á landi. Þá heyra öll skólagjöld hvaða nafni sem þau nefnast sem og annar kostnaður heimilanna við menntun undir þennan lið. Mikið var skorið niður til þessara málaflokka á árunum eftir hrun og í dag vantar t.d. um 13 milljarða upp á að framlög hins opinbera séu þau sömu á föstu verðlagi á síðasta ári og þau voru hrunárið 2008. Það er því hin pólitíska spurning hvað almennir skattar eiga að standa undir stórum hluta þessara málaflokka og hvað almenningur á sjálfur að borga beint yfir borðið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist vilja að íslendingar standist samjöfnuð við aðrar þjóðir. „Ég vil standast samjöfnuð við aðrar þjóðir í þeim efnum. Við höfum verið að síga aðeins niður á við undanfarin ár en ég tel að við séum á réttir leið núna og erum að fikra okkur smátt og smátt á þann stað að við stöndumst betur samkeppnina við nágrannaþjóðir okkar í þessum efnum. Tvímælalaust vil ég vera þar og að við getum boðið Íslendingum þær aðstæður að þurfa ekki að standa undir hærri hluta heilbrigðisþjónustunnar en annars staðar gerist,“ segir Kristján Þór.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira