Innlent

Rjúpnastofninn undir meðaltali síðustu 50 ára

Þrátt fyrir að rjúpnastofninn sé í uppsveiflu um allt land er rjúpnafjöldinn í ár undir meðallagi síðustu 50 ára, að mati Ólafs K. Nielssen vistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Í grein, sem hann ritar um málið kemur fram að verulegur árangur hafi náðst með veiðistjórnun, en veiðidögum hefur verið fækkakð úr 47 niður í 12 á síðustu árum. Engu að síður, segir Ólafur, að veiðarnar séu ekki sjálfbærar og að heildarafföll rjúpu séu of há.

Með sama áframhaldi spái vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að stofnsveiflan hverfi og við taki viðvarandi lágmarksstofnstærð. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 24, október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×