Innlent

Eva nýr formaður Ungra jafnaðarmanna

Atli Ísleifsson skrifar
Eva Indriðadóttir er fædd 1989 og starfar sem sölumaður hjá Icelandair Hotels.
Eva Indriðadóttir er fædd 1989 og starfar sem sölumaður hjá Icelandair Hotels.
Eva Indriðadóttir var kjörin nýr formaður Ungra jafnaðarmanna sem landsþing hreyfingarinnar fór fram í Borgarfirði nú um helgina.

Í ræðu sinni á fundinum lagði Eva áherslu á aðhald gagnvart Samfylkingunni. ,,Á komandi árum þurfum við að halda áfram að veita Samfylkingunni það aðhald sem við höfum veitt á undanförnum. Við megum ekki vera óhrædd að láta í okkur heyrast í starfi flokksins sem utan.”

Eva vék einnig að störfum ríkisstjórnarinnar en Ungir jafnaðarmenn segjast einnig stefna að því að veita sitjandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfsstæðisflokks strangt aðhald. ,,Um ríkisstjórnina er hægt að hafa mörg orð en ég ætla að hafa þau fá, svo ég haldi ykkur ekki hér fram á nótt. Núverandi ríkisstjórn er með fjárlagafrumvarpi sínu að hygla ríkasta hluta þjóðarinnar og íhaldssömum stofnunum á sama tíma og skattar á matvæli og bækur eru hækkaðir, skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækkuð og alvarleg aðför er gerð á menntakerfið. Ungir jafnaðarmenn þurfa að veita ríkisstjórninni strangt aðhald. Það er með þessu ljóst að ríkisstjórnin hefur, frá því að hún hóf störf, unnið þvert gegn okkar hugsjónum,“ sagði Eva í ræðu sinni.

Eva er fædd 1989 og starfar sem sölumaður hjá Icelandair Hotels.



Auk Evu voru eftirfarandi einstaklingar kjörnir í stjórn og miðstjórn Ungra Jafnaðarmanna:

Framkvæmdastjórn:

Ásdís Birna Gylfadóttir

Inga Björk Bjarnadóttir

Ída Finnbogadóttir

Óskar Steinn Ómarsson

Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

Framhaldsskólafulltrúi:

Ingvar Þór Björnsson

Miðstjórn:

Ásþór Sævar Ásþórsson

Branddís Ásrún Eggertsdóttir

Hinrik Hafsteinsson

Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir

Jónas Már Torfason

Matthew Deaves

Natan Þórunnar-Kolbeinsson

Rósanna Andrésdóttir

Sigrún Skaftadóttir

Sigurgeir Ingi Auðar-Þorkelsson

Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Viktor Stefánsson

Varamenn í miðstjórn:

Kristjana Fenger

Andri Þór Ólafsson

Björg María Oddsdóttir

Jón Grétar Þórsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×