Innlent

Felldi úr gildi reglugerð um þóknanir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. VISIR/STEFAN
Sama dag og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra baðst undan skyldum sínum sem dómsmálaráðherra felldi hún úr gildi reglugerð frá árinu 2009 þar sem þóknanir verjenda og réttargæslumanna voru takmarkaðar voru við tíu þúsund krónur á klukkustund. Þennan sama dag, 15. ágúst síðastliðinn, var opinberað að Ríkissaksóknari hygðist ákæra aðstoðarmann hennar, Gísla Frey Valdórsson. Kjarninn greinir frá málinu.

Samkvæmt upplýsingum sem Kjarninn hefur frá innanríkisráðuneytinu var kostnaður vegna verjenda og réttargæslumanna rúmar 294 milljónir króna árið 2009, en reglugerðin sem takmarkaði þóknanir tók ekki gildi fyrr en 14.ágúst það ár. Kostnaðurinn nam rúmum 262 milljónum árið 2011 og 308 milljónum árið 2012.

Á síðasta ári hækkaði svo kostnaður ríkissjóðs enn frekar vegna þóknana til verjenda og réttargæslumanna, og endaði í tæplega 425 milljónum króna í lok árs 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×