Innlent

Lögreglan þakkar vegfarendum á Gullinbrú fyrir aðstoðina í gær

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar vegfarendum sem veittu lögreglu aðstoð á Gullinbrú í gærmorgun á Facebook-síðu sinni. Alvarlegt umferðarslys varð á brúnni.

„Vegfarendur aðstoðuðu lögreglu við að koma slösuðum einstaklingi til hjálpar, en slík aðstoð er ómetanleg þegar á þarf að halda,“ segir í stöðuuppfærslu lögreglunnar.

Slysið varð á tíunda tímanum í gærmorgun en bíll valt á miðjum veginum. Loka þurfti Gullinbrú um tíma vegna slyssins.

Ökumaður bílsins var fluttur á gjörgæsludeild þar sem honum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél.


Tengdar fréttir

Gullinbrú lokuð: Ökumaður slasaður

Nokkuð alvarlegt umferðaslys var á Gullinbrúnni í Grafarvoginum á tíunda tímanum í morgun en bíll valt á miðjum veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×