Innlent

Gullinbrú lokuð: Ökumaður slasaður

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/aðsend
Nokkuð alvarlegt umferðaslys varð á Gullinbrúnni í Grafarvoginum á tíunda tímanum í morgun en bíll valt á miðjum veginum. Ökumaður bílsins slasaðist en samkvæmt slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var hann einn í bílnum.

Fjórir sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang sem og einn dælubíll frá slökkviliðinu. Ekki er ljóst að svo stöddu hversu alvarlega slasaður maðurinn er. Umferð um brúna hefur verið lokuð.

Uppfært klukkan 10:45 - Samkvæmt Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu mun maðurinn vera alvarlega slasaður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.