„Bílbeltin björguðu lífi okkar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. október 2014 10:30 "Ef það hefur einhvern tímann sannað sig þá er það núna,“ segir Rakel Lind Hrafnsdóttir. „Ef það hefur einhvern tímann sannað sig þá er það núna. Bílbeltin björguðu lífi okkar,“ segir ung móðir sem síðastliðinn laugardag lenti í slæmu bílslysi við Selvog. Rakel Lind Hrafnsdóttir var ásamt þremur börnum sínum, níu mánaða, tveggja ára og fjögurra, síðastliðinn laugardag á leið til Grindavíkur frá Flúðum þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Suðurstrandarvegi með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar og valt. Bíllinn fór tvær veltur og gjöreyðilagðist.„Þetta var bara skelfilegt og það fyrsta sem ég geri er að athuga með börnin, því ég bjóst við að líta í aftursætið og sjá þau verulega slösuð.“Bjóst við að sjá börnin verulega slösuð Hennar fyrsta hugsun var sú að börn hennar hefðu slasast en blessunarlega sakaði engan í slysinu. „Þetta var bara skelfilegt og það fyrsta sem ég geri er að athuga með börnin, því ég bjóst við að líta í aftursætið og sjá þau verulega slösuð. En sem betur fer sluppu þau ótrúlega vel. Sá yngsti slapp alveg en minn tveggja ára marðist aðeins á auga og einn bólginn putti á þeirri fjögurra ára,“ segir Rakel. Hún sjálf slapp nokkuð vel, er aðeins marin og með skurð á hendi sem þurfti að sauma. Rakel minnir á mikilvægi bílbelta því slys sem þessi geti alltaf gerst. Veðurskilyrði hafi þarna verið góð og hún ekki á nema 80-90 kílómetra. Eitthvað hafi farið úrskeiðis sem hún kunni ekki deili á. „Þetta er bara allt saman alveg ótrúlegt. Og sjúkraflutningamennirnir töluðu um það hvað við höfðum það gott miðað við ástandið á bílnum, sem er bara ónýtur,“ segir Rakel.„Ég er svo ofboðslega þakklát að við séum heil á húfi. Ég horfi á börnin mín og þakka fyrir hvað við sluppum vel.“Bjargvættir komu sem kallaðir „Þessi lífsreynsla er auðvitað bara hræðileg og þetta kemur alltaf reglulega í hausinn á mér. Ég er svo ofboðslega þakklát að við séum heil á húfi. Ég horfi á börnin mín og þakka fyrir hvað við sluppum vel.“ Rakel þakkar ekki einungis bílbeltunum heldur einnig bjargvættunum tveimur sem komu fjölskyldunni til bjargar. „Það var maður sem heitir Gylfi Gylfason sem kom í raun eins og kallaður. Hann hringdi strax á Neyðarlínuna og hann, ásamt manni sem heitir Ari, færðu börnin úr bílnum og í bíl Ara þar sem þeir hlúðu að þeim,“ segir Rakel að lokum, full þakklætis. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Ef það hefur einhvern tímann sannað sig þá er það núna. Bílbeltin björguðu lífi okkar,“ segir ung móðir sem síðastliðinn laugardag lenti í slæmu bílslysi við Selvog. Rakel Lind Hrafnsdóttir var ásamt þremur börnum sínum, níu mánaða, tveggja ára og fjögurra, síðastliðinn laugardag á leið til Grindavíkur frá Flúðum þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Suðurstrandarvegi með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar og valt. Bíllinn fór tvær veltur og gjöreyðilagðist.„Þetta var bara skelfilegt og það fyrsta sem ég geri er að athuga með börnin, því ég bjóst við að líta í aftursætið og sjá þau verulega slösuð.“Bjóst við að sjá börnin verulega slösuð Hennar fyrsta hugsun var sú að börn hennar hefðu slasast en blessunarlega sakaði engan í slysinu. „Þetta var bara skelfilegt og það fyrsta sem ég geri er að athuga með börnin, því ég bjóst við að líta í aftursætið og sjá þau verulega slösuð. En sem betur fer sluppu þau ótrúlega vel. Sá yngsti slapp alveg en minn tveggja ára marðist aðeins á auga og einn bólginn putti á þeirri fjögurra ára,“ segir Rakel. Hún sjálf slapp nokkuð vel, er aðeins marin og með skurð á hendi sem þurfti að sauma. Rakel minnir á mikilvægi bílbelta því slys sem þessi geti alltaf gerst. Veðurskilyrði hafi þarna verið góð og hún ekki á nema 80-90 kílómetra. Eitthvað hafi farið úrskeiðis sem hún kunni ekki deili á. „Þetta er bara allt saman alveg ótrúlegt. Og sjúkraflutningamennirnir töluðu um það hvað við höfðum það gott miðað við ástandið á bílnum, sem er bara ónýtur,“ segir Rakel.„Ég er svo ofboðslega þakklát að við séum heil á húfi. Ég horfi á börnin mín og þakka fyrir hvað við sluppum vel.“Bjargvættir komu sem kallaðir „Þessi lífsreynsla er auðvitað bara hræðileg og þetta kemur alltaf reglulega í hausinn á mér. Ég er svo ofboðslega þakklát að við séum heil á húfi. Ég horfi á börnin mín og þakka fyrir hvað við sluppum vel.“ Rakel þakkar ekki einungis bílbeltunum heldur einnig bjargvættunum tveimur sem komu fjölskyldunni til bjargar. „Það var maður sem heitir Gylfi Gylfason sem kom í raun eins og kallaður. Hann hringdi strax á Neyðarlínuna og hann, ásamt manni sem heitir Ari, færðu börnin úr bílnum og í bíl Ara þar sem þeir hlúðu að þeim,“ segir Rakel að lokum, full þakklætis.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira