Rifist um rammaáætlun á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 14:21 Umhverfisráðherra leggur til að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði tekin úr biðflokki í nýtingarflokk. Tekist á um málsmeðferðina á Alþingi. vísir Vinstri græn efast um að búið sé að rannsaka nægjanlega áhrif Hvammsvirkjunar á laxagengd í Þjórsá, en samkvæmt frumvarpi umhverfisráðherra um rammaáætlun færist virkjunin úr biðflokki í nýtingarflokk. Þá er deilt um þinglega meðferð málsins. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í gær um „áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða," sem felur í sér þá breytingu á rammaáætlun að Hvammsvirkjun í Þjórsá fer úr biðflokki í nýtingarflokk. Mikið var tekist á um þessi mál á síðasta þingi. En verkefnisstjórn hefur haft það verkefni að gera tillögur varðandi nýtingu landssvæða, þá sérstaklega á sex virkjunarkostum sem fluttir voru úr nýtingarflokki í biðflokk í tíð fyrri ríkisstjórnar. og varða þrjá virkjanakosti í neðri hluta Þjórsár. „Verkefnisstjórn taldi sig ekki getað tekið afstöðu til Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar þar sem ekki lægju fyrir upplýsingar um markmið fyrir mótvægisaðgerðir sem miða að verndun fiskistofna, eftirlits- og viðbragðsáætlun með lýsingu á viðbrögðum ef markmiðum er ekki náð. Og skilgreiningu á því hvaða viðbótarrannsóknir verði að gera á búsvæðum laxfiska í Þjórsá, einkum í Laxárkvísl neðan við Búða- og Murneyrarkvísl,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra á Alþingi í gær. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gagnrýnir að með þessari tillögu ráðherra, sem vissulega byggi á tillögum verkefnisstjórnar, sé verið að taka út einn kost í stað þess að raða upp kostum eins og rammaáætlun geri ráð fyrir. „Við höfum líka efasemdir um að búið sé að rannsaka áhrif þessarar virkjunar nægjanlega vel, Hvamsvirkjunar, á laxagengd í Þjórsá. Sem er ekki bara mjög mikilvægt út frá umhverfissjónarmiðum, heldur hefur það líka efnahagsleg áhrif því það eru auvitað mikil verðmæti í þessum laxastofni,“ segir Katrín. Þá liggi engar rannsóknir fyrir á samfélagslegum áhrifum Hvammsvirkjunar. Slíkar rannsóknir séu mikilvægar því allar tillögur af þessu tagi eigi að byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Vinstri græn og aðrir stjórnarandstöðuflokkar gagnrýna að tillaga um þennan staka virkjanakost eigi að fara til umsagnar í atvinnuveganefnd en ekki í umhverfisnefnd þingsins. „Og mér þykir þessi meðhöndlun sýna að menn séu ekki að starfa í takt við þá hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sem áætlunin byggir á. Að við séum að tala í sama samhenginu um vernd og nýtingu. Sem er auðvitað eina leiðin til að skapa sátt,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Síðar í dag verða greidd um það atkvæði á Alþingi að kröfu Vinstri grænna hvort þingsályktunartillaga ráðherra fari til umsagnar í umhverfisnefnd eða atvinnuveganefnd Alþingis. Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Vinstri græn efast um að búið sé að rannsaka nægjanlega áhrif Hvammsvirkjunar á laxagengd í Þjórsá, en samkvæmt frumvarpi umhverfisráðherra um rammaáætlun færist virkjunin úr biðflokki í nýtingarflokk. Þá er deilt um þinglega meðferð málsins. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í gær um „áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða," sem felur í sér þá breytingu á rammaáætlun að Hvammsvirkjun í Þjórsá fer úr biðflokki í nýtingarflokk. Mikið var tekist á um þessi mál á síðasta þingi. En verkefnisstjórn hefur haft það verkefni að gera tillögur varðandi nýtingu landssvæða, þá sérstaklega á sex virkjunarkostum sem fluttir voru úr nýtingarflokki í biðflokk í tíð fyrri ríkisstjórnar. og varða þrjá virkjanakosti í neðri hluta Þjórsár. „Verkefnisstjórn taldi sig ekki getað tekið afstöðu til Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar þar sem ekki lægju fyrir upplýsingar um markmið fyrir mótvægisaðgerðir sem miða að verndun fiskistofna, eftirlits- og viðbragðsáætlun með lýsingu á viðbrögðum ef markmiðum er ekki náð. Og skilgreiningu á því hvaða viðbótarrannsóknir verði að gera á búsvæðum laxfiska í Þjórsá, einkum í Laxárkvísl neðan við Búða- og Murneyrarkvísl,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra á Alþingi í gær. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gagnrýnir að með þessari tillögu ráðherra, sem vissulega byggi á tillögum verkefnisstjórnar, sé verið að taka út einn kost í stað þess að raða upp kostum eins og rammaáætlun geri ráð fyrir. „Við höfum líka efasemdir um að búið sé að rannsaka áhrif þessarar virkjunar nægjanlega vel, Hvamsvirkjunar, á laxagengd í Þjórsá. Sem er ekki bara mjög mikilvægt út frá umhverfissjónarmiðum, heldur hefur það líka efnahagsleg áhrif því það eru auvitað mikil verðmæti í þessum laxastofni,“ segir Katrín. Þá liggi engar rannsóknir fyrir á samfélagslegum áhrifum Hvammsvirkjunar. Slíkar rannsóknir séu mikilvægar því allar tillögur af þessu tagi eigi að byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Vinstri græn og aðrir stjórnarandstöðuflokkar gagnrýna að tillaga um þennan staka virkjanakost eigi að fara til umsagnar í atvinnuveganefnd en ekki í umhverfisnefnd þingsins. „Og mér þykir þessi meðhöndlun sýna að menn séu ekki að starfa í takt við þá hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sem áætlunin byggir á. Að við séum að tala í sama samhenginu um vernd og nýtingu. Sem er auðvitað eina leiðin til að skapa sátt,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Síðar í dag verða greidd um það atkvæði á Alþingi að kröfu Vinstri grænna hvort þingsályktunartillaga ráðherra fari til umsagnar í umhverfisnefnd eða atvinnuveganefnd Alþingis.
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira