Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2014 10:00 KSÍ hefur lagt fram hugmyndir að nýjum og endurbættum Laugardalsvelli með fimmtán þúsund manna stúku og engri hlaupabraut. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Lengi hefur verið kallað eftir því úr knattspyrnuhreyfingunni að hlaupabrautin á Laugardalsvelli verði fjarlægð og nú eru hugmyndir um að byggja frekar upp áhorfendaaðstöðu á vellinum. Meðal þeirra tillagna sem liggja fyrir er yfirbyggð stúka sem nær allan hringinn í kringum völlinn auk þess sem að nú þegar liggur fyrir styrkur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að skipta um gras og gera völlinn upphitaðan. „Við viljum að byrjað verði á þessu að ári, þegar Smáþjóðaleikunum er lokið og undankeppni EM,“ er haft eftir Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, í Morgunblaðinu í dag.„Við myndum kjósa að hlaupabrautin yrði fjarlægð í leiðinni en um þetta eigum við eftir að ræða betur við borgina,“ segir Geir og bætir við að um það hafi náðst samkomulag við frjálsíþróttahreyfinguna. Ekki liggur þó fyrir áætlun um neina uppbyggingu nýs frjálsíþróttavallar í Laugardalnum. Geir bendir þó á að KSÍ hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa einir að byggingum Laugardalsvallar og aðkomu áhugasamra fjárfesta sé þörf. „Eignarhaldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilina.“Vísir/DaníelÞórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að aðgerðirnar geti ekki farið fram án aðkomu ríkisins. Viðræður hafi hafist í fyrra og verði haldið áfram á næstu misserum. Síðla árs 2005 var undirritað samkomulag ríkisins við KSÍ um 200 milljóna styrk ríkisins við framkvæmdir á stækkun og endurbætur á eldri stúku Laugardalsvallarins þar sem einnig er nú að finna skrifstofur og fræðslusetur KSÍ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, sagði við það tilefni að algjört skilyrði að aðkomu ríkisins að verkefninu væri að Laugardalsvöllur yrði áfram þjóðarleikvangur bæði knattspyrnuíþróttarinnar hér á landi sem og frjálsíþróttanna. Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
KSÍ hefur lagt fram hugmyndir að nýjum og endurbættum Laugardalsvelli með fimmtán þúsund manna stúku og engri hlaupabraut. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Lengi hefur verið kallað eftir því úr knattspyrnuhreyfingunni að hlaupabrautin á Laugardalsvelli verði fjarlægð og nú eru hugmyndir um að byggja frekar upp áhorfendaaðstöðu á vellinum. Meðal þeirra tillagna sem liggja fyrir er yfirbyggð stúka sem nær allan hringinn í kringum völlinn auk þess sem að nú þegar liggur fyrir styrkur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að skipta um gras og gera völlinn upphitaðan. „Við viljum að byrjað verði á þessu að ári, þegar Smáþjóðaleikunum er lokið og undankeppni EM,“ er haft eftir Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, í Morgunblaðinu í dag.„Við myndum kjósa að hlaupabrautin yrði fjarlægð í leiðinni en um þetta eigum við eftir að ræða betur við borgina,“ segir Geir og bætir við að um það hafi náðst samkomulag við frjálsíþróttahreyfinguna. Ekki liggur þó fyrir áætlun um neina uppbyggingu nýs frjálsíþróttavallar í Laugardalnum. Geir bendir þó á að KSÍ hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa einir að byggingum Laugardalsvallar og aðkomu áhugasamra fjárfesta sé þörf. „Eignarhaldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilina.“Vísir/DaníelÞórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að aðgerðirnar geti ekki farið fram án aðkomu ríkisins. Viðræður hafi hafist í fyrra og verði haldið áfram á næstu misserum. Síðla árs 2005 var undirritað samkomulag ríkisins við KSÍ um 200 milljóna styrk ríkisins við framkvæmdir á stækkun og endurbætur á eldri stúku Laugardalsvallarins þar sem einnig er nú að finna skrifstofur og fræðslusetur KSÍ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, sagði við það tilefni að algjört skilyrði að aðkomu ríkisins að verkefninu væri að Laugardalsvöllur yrði áfram þjóðarleikvangur bæði knattspyrnuíþróttarinnar hér á landi sem og frjálsíþróttanna.
Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira