Innlent

Séra Kristinn Ágúst hættir í Selfosskirkju

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Agnes M. Sigurðardóttir.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Agnes M. Sigurðardóttir. Vísir/Magnús Hlynur/Stefán
Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson sóknarprestur í Selfosskirkju hefur látið af störfum við kirkjuna því hann og Biskup Íslands hafa undirritað samkomulag um tilfærslu í starfi.

Sr. Kristinn Ágúst telur að við sameiningu Hraungerðisprestakalls og Selfossprestakalls árið 2009, þegar hann varð sóknarprestur í hinu sameinaða prestakalli, hafi honum ekki verið unnt að sinna sóknarprestsskyldum sínum í prestakallinu. Með þeirri ákvörðun að bjóða séra Kristni Ágústi samning um tilfærslu í starfi er tekið undir það sjónarmið hans.

„Sr. Kristinn Ágúst mun verða sérþjónustuprestur Þjóðkirkjunnar og heyra beint undir biskup Íslands. Hann mun gegna sálgæslu og sáttamiðlun og sinna rannsóknum á því sviði,  jafnframt því að sinna sérstakri þjónustu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Þá mun hann taka að sér einstök verkefni fyrir biskup og annast afleysingaþjónustu“, segir í tilkynningu frá Biskupsstofu.

Auglýst verður eftir sóknarpresti og presti, sem munu taka við þjónustu sumarið 2015. Í vetur mun sr. Axel Árnason Njarðvík þjóna prestakallinu. Viðbótarprestsþjónusta verður einnig  tryggð  og munu upplýsingar um hana berast síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×