Erlent

Kýrin Blosom sú hæsta í heimi

Atli Ísleifsson skrifar
Kýrin Blosom er stór og mikil.
Kýrin Blosom er stór og mikil. Vísir/AP
Blosom, þrettán ára kýr í Orangeville í Illinois-ríki, verður krýnd hæsta kýr í heimi í næstu útgáfu Heimsmetabókar Guinness.

Fulltrúar bókarinnar mættu til eigandans Patty Hanson fyrr í vikunni og mældu axlarhæð kýrinnar sem reyndist vera 1,93 metrar.

„Hún er hærri aftar á bakinu, en það er axlarhæðin sem á að mæla,“ útskýrir eigandinn stoltur sem fékk Blosom þegar kýrin var átta vikna gömul.

Blosom er um 900 kíló að þyngd og af gerðinni Holstein.

Hanson segist í samtali við AP vilja skrifa barnabók um Blosom þegar fram í sækir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×