Stelpur taka tíu sinnum minna en strákar fyrir hundapössun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. október 2014 10:51 Stelpur rukka 100 krónur, en strákar þúsund krónur. Í Samkaup Strax í Kópavogi hanga tvær auglýsingar hlið við hlið þar sem boðið er upp á hundapössun. Önnur auglýsingin er frá strákum í hverfinu og hin frá stúlkum. Hálftíminn hjá strákunum kostar 1000 krónur en er tíu sinnum ódýrari hjá stelpunum, en þær verðleggja hálftímann á hundrað krónur. Framkvæmdastýra jafnréttistofu, Kristín Ástgeirsdóttir, segir þetta vera endurspeglun á þeim skilaboðum sem stúlkum séu send. „Þetta er fyrst og fremst grátlegt,“ bætir hún við.Hér má sjá auglýsingarnar.Stúlkurnar miklu ódýrari Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd rukka stúlkurnar hundrað krónur fyrir hálftímann og tvö hundruð krónur fyrir klukkutímann. „Við erum 11 ára stelpur,“ skrifa þær og segja að þær hafi mikinn áhuga á hundum. Verðið hjá strákunum er talsvert hærra, eða þúsund krónur fyrir hálftímann og tvö þúsund krónur fyrir klukkutímann. Þeir veita afslátt ef keypt er eins og hálfs tíma ganga, hún kostar 2600 krónur. Kristín segir að þarna kristallist sú staðreynd að skilaboðin sem séu send börnum séu að konur séu minna virði en karlar. „Þetta hefur verið rætt mikið og reynt að breyta þessu. En gengur greinilega mjög illa,“ segir framkvæmdastýran.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.Foreldrar geti reynt að berjast gegn umhverfinu „Skilaboðin liggja rosalega víða í umhverfinu,“ segir Kristín. En hvað geta foreldrar gert til að sporna við þessari þróun? „Þeir geta reynt að ræða þetta við börnin sín. Þeir geta reynt að berjast gegn umhverfinu, en það þarf ofboðslega mikið átak,“ svara Kristín. Hún segir að skilaboðin séu allt í kring og í hnattvæddum heimi geti reynst erfitt að stýra því sem hefur áhrif á börn. Kristín segir að það þurfi til dæmis að horfa á barnaefni í sjónvarpi og barnabækur. „Já, barnatíminn byrjar snemma á morgnanna um helgar og það er rík ástæða til þess að skoða hvað börnin eru að horfa á. Einnig má skoða boðskap barnabóka.“ Oft er bent á þetta, að karlar fari fram á hærri laun en konur, þegar launamunur kynjanna er ræddur, er þetta birtingarmynd þess? „Já, nema að þarna er margfaldur munur á launakröfum.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Í Samkaup Strax í Kópavogi hanga tvær auglýsingar hlið við hlið þar sem boðið er upp á hundapössun. Önnur auglýsingin er frá strákum í hverfinu og hin frá stúlkum. Hálftíminn hjá strákunum kostar 1000 krónur en er tíu sinnum ódýrari hjá stelpunum, en þær verðleggja hálftímann á hundrað krónur. Framkvæmdastýra jafnréttistofu, Kristín Ástgeirsdóttir, segir þetta vera endurspeglun á þeim skilaboðum sem stúlkum séu send. „Þetta er fyrst og fremst grátlegt,“ bætir hún við.Hér má sjá auglýsingarnar.Stúlkurnar miklu ódýrari Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd rukka stúlkurnar hundrað krónur fyrir hálftímann og tvö hundruð krónur fyrir klukkutímann. „Við erum 11 ára stelpur,“ skrifa þær og segja að þær hafi mikinn áhuga á hundum. Verðið hjá strákunum er talsvert hærra, eða þúsund krónur fyrir hálftímann og tvö þúsund krónur fyrir klukkutímann. Þeir veita afslátt ef keypt er eins og hálfs tíma ganga, hún kostar 2600 krónur. Kristín segir að þarna kristallist sú staðreynd að skilaboðin sem séu send börnum séu að konur séu minna virði en karlar. „Þetta hefur verið rætt mikið og reynt að breyta þessu. En gengur greinilega mjög illa,“ segir framkvæmdastýran.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.Foreldrar geti reynt að berjast gegn umhverfinu „Skilaboðin liggja rosalega víða í umhverfinu,“ segir Kristín. En hvað geta foreldrar gert til að sporna við þessari þróun? „Þeir geta reynt að ræða þetta við börnin sín. Þeir geta reynt að berjast gegn umhverfinu, en það þarf ofboðslega mikið átak,“ svara Kristín. Hún segir að skilaboðin séu allt í kring og í hnattvæddum heimi geti reynst erfitt að stýra því sem hefur áhrif á börn. Kristín segir að það þurfi til dæmis að horfa á barnaefni í sjónvarpi og barnabækur. „Já, barnatíminn byrjar snemma á morgnanna um helgar og það er rík ástæða til þess að skoða hvað börnin eru að horfa á. Einnig má skoða boðskap barnabóka.“ Oft er bent á þetta, að karlar fari fram á hærri laun en konur, þegar launamunur kynjanna er ræddur, er þetta birtingarmynd þess? „Já, nema að þarna er margfaldur munur á launakröfum.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira