Innlent

Efna til samkeppni um lóð RÚV

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. Vísir/GVA
Efna á til skipulagssamkeppni um lóðin við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Markmiðið er að nota lóðina undir íbúðir og grynnka þannig á skuldum RÚV, að þétta byggð og fjölga leiguíbúðum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hafa unnið að málinu saman en í morgun samþykkti borgaráð tillögu um verklag og næstu skref.

„ Við erum að stefna að skipulagssamkeppni sem felur þá í sér að reiturinn komi til uppbyggingar á næstu misserum með leigumarkaðinn í huga en einnig aðra uppbyggingu en það veltu svolítið á niðurstöðum keppninnar“, segir Dagur.

Dagur segir óljóst hversu mörgum íbúðum verði hægt að koma fyrir en samkeppnin verði að leiða það í ljós. Þá á hann von á að forsendur samkeppninnar liggi fyrir öðru hvoru megin við áramótin. Í framhaldinu verði svo efnt til samkeppninnar og niðurstöður geti þá legið fyrir á vormánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×