Ósvífni að halda því fram að heimilin borgi leiðréttinguna Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2014 19:30 Forsætisráðherra segir það ósvífinn málflutning að halda því fram að heimilin eigi sjálf að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum þeirra, eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt fram á Alþingi í dag. Þingflokksformaðurinn sagði ekki lengur talað um hrægammasjóði heldur ætti hækkun matarskatts og lækkun vaxtabóta að standa undir leiðréttingunni. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að forsætisráðherra væri hættur að tala um að hrægammasjóðir ættu að standa undir lækkun skulda heimilanna eins og hann hafi gert fyrir kosningar. Nú ættu heimilin sjálf að standa undir leiðréttingunni. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi á Alþingi í dag. Þá væri búið að draga úr vaxtabótum um 13 milljarða frá árinu 2011. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að halda því fram að heimilin séu betur sett eftir en áður? Að hér sé um einhverjar aðgerðir að ræða sem skipti sköpum um eiginfjárstöðu heimilanna eða hjálpi heimilunum við að ráða við sín mánaðrlegu útgjöld,“ spurði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Ólíkt fyrri ríkisstjórn sem hefði framkvæmt um tvö hundruð breytingar á skattkerfinu til hækkunar, hefði núverandi ríkisstjórn lækkað skatta sem yki kaupmátt allra heimila og skattlagt fjármálafyrirtæki sem fyrri stjórn hefði samkvæmt skattarökum vinstrimanna þá fært fjármálafyrirtækjum í sinni stjórnartíð. „Þannig að eftir þetta fjárlagafrumvarp rétt eins og eftir það síðasta verður fjármunum skilað til heimilanna. Fjörtíu milljörðum, fjörtíu milljörðum með frumvarpinu nú,“ sagði forsætisráðherra. „Það er ekki nema von að hæstvirtur forsætisráðherra missi stjórn á ´sér. Það að afnema vörugjöld á nuddpottum er ekki mótvægisaðgerð við hækkun á nauðsynjar eins og matvöru og húshitun, hæstvirtur forsætisráðherra, þótt það kunni að vera það í einhverjum kreðsum,“ sagði Helgi Hjörvar. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ósvífinn málflutning að halda því fram að heimilin eigi sjálf að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum þeirra, eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt fram á Alþingi í dag. Þingflokksformaðurinn sagði ekki lengur talað um hrægammasjóði heldur ætti hækkun matarskatts og lækkun vaxtabóta að standa undir leiðréttingunni. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að forsætisráðherra væri hættur að tala um að hrægammasjóðir ættu að standa undir lækkun skulda heimilanna eins og hann hafi gert fyrir kosningar. Nú ættu heimilin sjálf að standa undir leiðréttingunni. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi á Alþingi í dag. Þá væri búið að draga úr vaxtabótum um 13 milljarða frá árinu 2011. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að halda því fram að heimilin séu betur sett eftir en áður? Að hér sé um einhverjar aðgerðir að ræða sem skipti sköpum um eiginfjárstöðu heimilanna eða hjálpi heimilunum við að ráða við sín mánaðrlegu útgjöld,“ spurði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Ólíkt fyrri ríkisstjórn sem hefði framkvæmt um tvö hundruð breytingar á skattkerfinu til hækkunar, hefði núverandi ríkisstjórn lækkað skatta sem yki kaupmátt allra heimila og skattlagt fjármálafyrirtæki sem fyrri stjórn hefði samkvæmt skattarökum vinstrimanna þá fært fjármálafyrirtækjum í sinni stjórnartíð. „Þannig að eftir þetta fjárlagafrumvarp rétt eins og eftir það síðasta verður fjármunum skilað til heimilanna. Fjörtíu milljörðum, fjörtíu milljörðum með frumvarpinu nú,“ sagði forsætisráðherra. „Það er ekki nema von að hæstvirtur forsætisráðherra missi stjórn á ´sér. Það að afnema vörugjöld á nuddpottum er ekki mótvægisaðgerð við hækkun á nauðsynjar eins og matvöru og húshitun, hæstvirtur forsætisráðherra, þótt það kunni að vera það í einhverjum kreðsum,“ sagði Helgi Hjörvar.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira