Erlent

Ríki heimsins treg til að leggja baráttunni gegn ebólu lið

Vísir/AP
Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur nú sent út ákall til heimsbyggðarinnar en stofnuninni vantar sárlega fé til að reka baráttuna gegn ebólu í Vestur Afríku.

Í september fóru Sameinuðu þjóðirnar í átak til þess að safna peningum og lofuðu þjóðir heimsins að legga til um einn milljarð bandaríkjadala. Eitthvað hefur þó staðið á efndum og í dag eru aðeins hundrað þúsund dalir í sjóðnum.

Rúmlega fjögurþúsund og fimmhundruð manns liggja nú í valnum eftir að ebólufaraldurinn kom upp og óttast menn að smitum muni fjölga mikið næstu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×