Innlent

Jarðstrengur frá Goðdalsá til Djúpavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík. Mynd/Jón Guðbjörn Guðjónsson
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík lagði í sumar jarðstreng frá Djúpavík og að Goðdalsá á Trékyllisheiði. Strengurinn, sem tekinn var í notkun í gær, er um níu kílómetra langur. Orkubúið lagði einnig rör fyrir ljósleiðara með strengnum á eigin kostnað. Frá þessu er greint á Litla Hjalla.

Orkubúsmenn sejga í samtali við Litla Hjalla að um erfiða vinnu hafi verið að ræða vegna kviksyndis fyrir ofan Kjósarhjallann þar sem komið er upp á heiðina. Þá hafi einnig grjót og klappa víða verið að finna.

Við vinnu sína nýttu Orkubúsmenn gamlan slóða frá Djúpavík, sem þeir löguðu í leiðinni, auk þess sem þeir lögðu nýjan upp á heiðina. Eftir lagningu jarðstrengsins verða bæði loftlína og strengur til Djúpavíkur frá Goðdalsár. Frá Djúpavík og norður í Trékyllisvík er áfram loftlína.

Jarðkapallinn liggur við gamlan eða nýjan slóða upp á Trékyllisheiði.Mynd/Jón Guðbjörn Guðjónsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×