Erlent

Óttast að tala látinna muni hækka

vísir/afp
Þrjátíu og níu fjallgöngumenn hafa fundist látnir eftir mikið aftakaveður í Himalayafjöllum í Nepal, þar á meðal fjallgöngumenn frá Kanada, Póllandi, Slóvakíu og Ísrael. Óttast er að tala látinna kunni að hækka enn frekar á næstu dögum.

Mörg snjóflóð féllu í kjölfar veðurofsans og hafa björgunarmenn verið að störfum á svæðinu síðustu daga. Að minnsta kosti 290 fjallgöngumönnum hefur verið bjargað en fjölmargra er enn saknað og er óttast er að þeir hafi lent í snjóflóði. Um 25 til viðbótar sitja fastir nálægt vinsælum göngustíg sem liggur í tæplega 6 kílómetra hæð og því hafa björgunarstörf gengið erfiðlega. Þeim sem hefur verið bjargað eru margir hverjir illa kalnir á fótum og höndum.

Þetta er versta fjallgönguslys í Nepal í nærri tuttugu ár en árið 1995 létust fjörutíu og tveir í miklum snjóflóðum á Everest fjalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×