Innlent

Dularfullur kafbátur í Svíþjóð

Rússneskt skip sem er sérstaklega búið tækjum til leitar á hafsbotni siglir nú í átt að sænska Skerjagarðinum þar sem umfangsmikil leit stendur yfir að óþekktum kafbát. Stjórnvöld í Moskvu segja að ekkert neyðarástand sé í gangi.

Fimmtán herskip sænska sjóhersins, þyrlur og minni bátar hafa leitað að kafbátnum frá því á föstudag en talið er kafbáturinn sé rússneskur. Á fimmtudag hleruðu sænsk yfirvöld talstöðvarsamtal sem fór fram á neyðarrás rússneska kafbátaflotans sem ýtir frekari stoðum undir þá kenningu að báturinn sé mögulega laskaður.  Sérfræðingar telja líklegt að um sé ræða svokallaðan dvergkafbát - en sé það raunin gæti það reynst mjög erfitt að finna hann.

Rússar hafa hins vegar vísað þessu á bug og segjast ekki kannast við að neyðarástand sé í gangi. Stórt rússneskt flutningaskip hefur haldið sig rétt fyrir utan sænsku landhelgina síðustu daga en fram kemur í sænskum fjölmiðlum að skipið geti verið einshvers konar móðurskip fyrir kafbátinn. Annað rússneskt skip sem er útbúið sérstökum tækjum til leitar á hafsbotni lagði úr höfn í Rússlandi seint í gær og stefnir nú í átt að Svíþjóð.

Á blaðamannfundi sænska sjóhersins nú síðdegis kom fram að leitinni verður framhaldið en herinn vill þó ekki staðfesta að um rússneskan kafbát sé að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×