Innlent

Snjókorn falla

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Snjórinn gerði heldur betur vart við sig í Grafarvogi eins og þessi mynd ber með sér sem tekin var í kvöld.
Snjórinn gerði heldur betur vart við sig í Grafarvogi eins og þessi mynd ber með sér sem tekin var í kvöld. Vísir/Pjetur
Veturinn hefur gert vart við sig víða á landinu í kvöld. Snjókomu og slyddu er nú að sjá á suðvesturhorninu og á Suðurlandi en að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands er vonskuveður ekki í vændum.

„Þetta er svo sem ekki mjög víða en núna er vægt frost inn til landsins. Það er ekki nema um eins stigs gráða á höfuðborgarsvæðinu og verður svipað í nótt. Úrkoman verður nokkuð samfelld og núna þegar líður á næstu tímum gæti komið smá föl á Suðurlandi og víða inn til landsins á landið vestanvert í kvöld og nótt en þá hlýnar heldur í þessu. Ég á ekki von á að þetta tolli lengi enda jörð frostlaus,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur.

Veðurspá næstu daga er eftirfarandi:

Á sunnudag:

Suðaustlæg átt 5-13 m/s. Víða rigning fyrripartinn, en síðar skúrir og jafnvel slydduél til fjalla, en að mestu þurrt N- og NV- til síðdegis. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig.

Á mánudag:

Norðaustan hvassviðri eða stormur með rigningu, einkum um landið S- og A-vert, en lengst af hægari N-lands. Hiti 4 til 10 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Allhvöss eða hvöss norðaustan átt. Rigning fyrir norðan og austan, en þurrt um landið suðvestanvert. Hiti víða 5 til 10 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×