Vill skömmina burt: Ekkert kjánalegt eða aumingjalegt að glíma við þunglyndi Nanna Elisa Jakobsdóttir skrifar 4. október 2014 16:49 Sigurboði tók mynd á símann sinn og setti færslu á Facebook. Mynd/Sigurboði „Undanfarin ár hef ég verið að fá taugaáföll og kvíðaköst og þá áttaði ég mig á því að ég réði ekki sjálfur við að halda þunglyndinu niðri,“ útskýrir Sigurboði Grétarsson en hann vill opna umræðu um þunglyndi og kvíða og fjarlægja ákveðna skömm sem virðist fylgja því að viðurkenna andleg veikindi. Hann hafði verið veikur lengi en aldrei sótt sér hjálpar til fagaðila. „Ég gafst loks upp gagnvart sjálfum mér. Ég viðurkenndi að ég gæti þetta ekki einn. Og það tók á að hringja í sálfræðing og fara í viðtal hjá geðdeild. Það var rosalega erfitt. Ég fann að mér fannst eins og ég ætti að skammast mín,“ segir Sigurboði. Honum finnst vanta það að fólk í samfélaginu skilji að andlegir kvillar eru ekki eitthvað sem hægt er að hrista af sér. „Það er oft sagt við mig: „Fyrst þú ert svona þunglyndur af hverju ferðu ekki bara út að gera eitthvað?“ Þetta er ekki svo einfalt að maður geti bara hætt þessu.“ Viðurkenndi veikindin á Facebook Sigurboði ákvað því eftir að hafa reynt á eigin skinni hvernig það er að gangast við andlegum veikindum að setja mynd af sér á Facebook þar sem hann heldur uppi skilti þar sem stendur svart á hvítu að hann sæki tíma hjá sálfræðingi. „Já það virðist oft vera svo mikil skömm að fólk þurfi að nota sálfræðing til þess að hjálpa sér að fúnkera í lífinu en ég viðurkenni fúslega að ég þurfi á sálfræðiaðstoð að halda af því að heilinn minn er pínulítið öðruvísi. Og það er bara allt í lagi.“ Það sé ekkert kjánalegt eða aumingjalegt við það að glíma við þunglyndi. Hann segist vonast til þess að fleiri fylgi fordæmi hans. „Það eru þegar hundrað manns búnir að deila þessu og viðurkenna sumir sjálfir að þeir eigi við andleg vandamál á stríða. Ég vona allavega að þetta veki athygli og að fólk sé tilbúið að brjóta þetta social stigma eða fordóma sem eru í gangi.“ Hann segir að það væri gaman ef að uppátækið myndi opna umræðu um þunglyndi sem hefur verið lokuð lengst af. „Fyrir hundrað árum var maður bara eitthvað skrýtinn. Það var svo lítil hjálp í boði.“ Hann segir ánægjulegt að úrræðum hafi fjölgað.„Ekki vera kelling“- stemning í þjóðfélaginuErtu sammála þeirri umræðu sem hefur verið í þjóðfélaginu að það að opna sig um þessi mál sé sérstaklega erfitt fyrir karlmenn á þínum aldri?„Já algjörlega,“ svarar Sigurboði umbúðalaust. „Þetta er svolítið svona: „Ekki vera kelling“ – stemning. Ég er alveg hundrað og tuttugu prósent karlmaður þó að ég sé smá andlega veikur og þurfi sálfræðing. Það er engin skömm.“ Hann segir þetta geta þó verið mismunandi eftir vinahópum. „Sums staðar á maður alltaf að halda kúlinu. Maður má ekki vera aumingi.“ Sigurboði hefur getað talað opinskátt við móður sína um veikindi sín en hann segir mikilvægt að geta talað við einhvern, hvort sem það er maki, vinur eða ættingi. „Ég hvet fólk til þess að taka mynd af sjálfu sér og setja á netið og skrifa ef það fer til sálfræðings, geðlæknis eða tekur einhver lyf.“ Færslu Sigurboða má sjá hér að neðan. Post by Sigurboði Grétarsson. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Undanfarin ár hef ég verið að fá taugaáföll og kvíðaköst og þá áttaði ég mig á því að ég réði ekki sjálfur við að halda þunglyndinu niðri,“ útskýrir Sigurboði Grétarsson en hann vill opna umræðu um þunglyndi og kvíða og fjarlægja ákveðna skömm sem virðist fylgja því að viðurkenna andleg veikindi. Hann hafði verið veikur lengi en aldrei sótt sér hjálpar til fagaðila. „Ég gafst loks upp gagnvart sjálfum mér. Ég viðurkenndi að ég gæti þetta ekki einn. Og það tók á að hringja í sálfræðing og fara í viðtal hjá geðdeild. Það var rosalega erfitt. Ég fann að mér fannst eins og ég ætti að skammast mín,“ segir Sigurboði. Honum finnst vanta það að fólk í samfélaginu skilji að andlegir kvillar eru ekki eitthvað sem hægt er að hrista af sér. „Það er oft sagt við mig: „Fyrst þú ert svona þunglyndur af hverju ferðu ekki bara út að gera eitthvað?“ Þetta er ekki svo einfalt að maður geti bara hætt þessu.“ Viðurkenndi veikindin á Facebook Sigurboði ákvað því eftir að hafa reynt á eigin skinni hvernig það er að gangast við andlegum veikindum að setja mynd af sér á Facebook þar sem hann heldur uppi skilti þar sem stendur svart á hvítu að hann sæki tíma hjá sálfræðingi. „Já það virðist oft vera svo mikil skömm að fólk þurfi að nota sálfræðing til þess að hjálpa sér að fúnkera í lífinu en ég viðurkenni fúslega að ég þurfi á sálfræðiaðstoð að halda af því að heilinn minn er pínulítið öðruvísi. Og það er bara allt í lagi.“ Það sé ekkert kjánalegt eða aumingjalegt við það að glíma við þunglyndi. Hann segist vonast til þess að fleiri fylgi fordæmi hans. „Það eru þegar hundrað manns búnir að deila þessu og viðurkenna sumir sjálfir að þeir eigi við andleg vandamál á stríða. Ég vona allavega að þetta veki athygli og að fólk sé tilbúið að brjóta þetta social stigma eða fordóma sem eru í gangi.“ Hann segir að það væri gaman ef að uppátækið myndi opna umræðu um þunglyndi sem hefur verið lokuð lengst af. „Fyrir hundrað árum var maður bara eitthvað skrýtinn. Það var svo lítil hjálp í boði.“ Hann segir ánægjulegt að úrræðum hafi fjölgað.„Ekki vera kelling“- stemning í þjóðfélaginuErtu sammála þeirri umræðu sem hefur verið í þjóðfélaginu að það að opna sig um þessi mál sé sérstaklega erfitt fyrir karlmenn á þínum aldri?„Já algjörlega,“ svarar Sigurboði umbúðalaust. „Þetta er svolítið svona: „Ekki vera kelling“ – stemning. Ég er alveg hundrað og tuttugu prósent karlmaður þó að ég sé smá andlega veikur og þurfi sálfræðing. Það er engin skömm.“ Hann segir þetta geta þó verið mismunandi eftir vinahópum. „Sums staðar á maður alltaf að halda kúlinu. Maður má ekki vera aumingi.“ Sigurboði hefur getað talað opinskátt við móður sína um veikindi sín en hann segir mikilvægt að geta talað við einhvern, hvort sem það er maki, vinur eða ættingi. „Ég hvet fólk til þess að taka mynd af sjálfu sér og setja á netið og skrifa ef það fer til sálfræðings, geðlæknis eða tekur einhver lyf.“ Færslu Sigurboða má sjá hér að neðan. Post by Sigurboði Grétarsson.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira