Innlent

Eldur borinn að nýbyggingu á Völlunum

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi tilkynnt um að reyk leggði frá húsi í byggingu í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar það kom á vettvang kom í ljós að kveikt hafði  verið í einangrunarplasti þar innandyra og laggði nokkurn reyk frá eldinum.  Hann var slökktur á svip stundu og varð ekkert tjón á byggingunni sjálfri. Sá, eða þeir sem kveiktu í, eru ófundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×