Innlent

Segir alþjóðasamfélagið hafa brugðist of seint við

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Íslenskur hjúkrunarfræðingur, sem fer með yfirumsjón með þjálfun sjálfboðaliða fyrir Alþjóða Rauða krossinn, segir að alþjóðasamfélagið hafi brugðist of steint við faraldrinum banvæna.

Magna Björk Ólafsdóttir starfaði í Síerra Leóne í ágúst og september, en er nú stödd í Genf þar sem hún hefur yfirumsjón með þjálfun þeirra sjálfboðaliða sem eru á leið til Vestur-Afríku á vegum Alþjóða Rauða krossinns til að sinna ebólusmituðum. Hún segir ástandið í Vestur-Afríkuríkjunum skelfilegt.

„Það eru enn margir að smitast og margir að deyja. Heilu fjölskyldurnar eru dánar og í sumum tilfellum heilu þorpin. Það eru líka mikið af munaðarlausum börnum sem eiga engan að, svo ástandið er alls ekki gott“.  

Magna segir að faraldurinn hafi dreifst um á ógnarhraða og að alþjóðasamfélagið hefði þurft að grípa fyrr í taumana.

„Það á eftir að taka marga mánuði ef ekki ár að komast yfir þennan farald. Það sem maður vonar er að það komi meiri aðstoð til Vestur- Afríku vegna þess að ef við ætlum að stoppa faraldinn þá þurfum við að stoppa hann þar. Manni lýst ekki vel á þetta, engan veginn,“ segir hún. 



Spænsk­ur hjúkr­un­ar­fræðing­ur er nú smitaður af ebólu og er það fyrsta mann­eskj­an sem smit­ast af sjúk­dóm­n­um utan Vest­ur-Afr­íku. Þá smitaðist norsk kona í vikunni, en hún sinnti hjálparstörfum á vegum Lækna án landamæra í Síerra Leóne. Konan var flutt á sjúkrahús í Osló í dag, en hún er fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast af veirunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×