Fótbolti

Frá Eyjum til Indlands: Merson segir að James verði góður þjálfari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David James spilaði síðast með ÍBV í Pepsi-deildinni.
David James spilaði síðast með ÍBV í Pepsi-deildinni. vísir/valli
Indverska ofurdeildin í knattspyrnu hefst í næstu viku, en hún er með nokkuð sérstöku sniði. Deildin tekur aðeins tíu vikur og með hverju liði spilar ein stjarna sem á að hjálpa til við að fá fólk á völlinn.

Svipað fyrirkomulag er í indversku ofurdeildinni í krikket, en í október á hverju ári leggst Indland nánast á hliðina þegar allar skærustu krikket-stjörnur heims raða sér niður á lið í deildinni og etja kappi yfir nokkurra vikna tímabil.

Leikmenn á borð við Alessandro Del Piero, DavidTrezeguet, NicolasAnelka og RobertPires spilar í þessari fyrstu útgáfu ofudeildarinnar í knattspyrnu og DavidJames, fyrrverandi markvörður Liverpool og ÍBV, er spilandi þjálfari Kerala Blasters.

„Ég sé hann fyrir mér sem knattspyrnustjóra,“ sagði Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal, um James á Sky Sports. „Hann hafði alltaf skoðanir, var sigurvegari og og elskaði fótbolta.“

David James steig sín fyrstu spor sem þjálfari þegar hann stóð vaktina í marki ÍBV í Pepsi-deildinni í fyrra. Þar var hann einnig aðstoðarþjálfari HermannsHreiðarssonar, en saman hafa þeir sótt um þjálfarastöður á Englandi.

„James hugsar mikið um leikinn og var alltaf að tala um fótbolta. Það kemur mér ekkert á óvart að hann hafi gerst þjálfari á Indlandi,“ sagði Merson.

„Þetta verður góð reynsla fyrir hann sem og alla leikmennina sem fara til Indlands að spila. Ég veit að deildin tekur aðeins tíu vikur, en það verður nóg af leikmönnum sem munu þjást af heimþrá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×