Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti í bága við EES Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2014 11:58 vísir/hrönn Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem stofnunin sendi frá sér í morgun. Innflytjendur þurfa í dag að sækja um sérstakt leyfi til innflutnings og leggja fram ýmiskonar vottorð til að koma í veg fyrir sjúkdómar berist hingað til lands. ESA telur íslensk stjórnvöld ekki hafa sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/stefánKrafan um að innflytjendur sæki um sérstakt leyfi til innflutnings og leggi fram ýmiskonar vottorð, svo sem til að staðfesta að vörurnar hafi legið frosnar við að lágmarki -18°C í 30 daga og að þær séu ekki smitaðar af salmonellu stangast á við EES-samninginn. Með henni er komið á reglubundnu eftirliti með dýraafurðum frá öðrum EES-ríkjum og telst það viðskiptahindrun í skilningi EES-samningsins. Ferskar kjötvörur innan EES lúta nákvæmum reglum um heilbrigðiseftirlit í útflutningsríkisinu en eftirlit í viðtökuríki er takmarkað við stikkprufur. Reglurnar byggjast gagnkvæmu trausti milli EES ríkja og eiga að stuðla að óheftum flutningum vöru á innri markaðinum eins og samningurinn gerir ráð fyrir.ESA vakti fyrst athygli á meintu broti Íslands í október í fyrra. Skilaði stofnunin þá inn formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda í kjölfar kvörtunar sem barst frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Fengu stjórnvöld þá tvo mánuði til að bregðast við athugasemdunum. Tæki ESA útskýringar stjórnvalda ekki gildar gæti stofnunin fylgt málinu eftir með rökstuddu áliti, sem barst í dag. Nú, líkt og þá, hafa stjórnvöld tvo mánuði til að bregðast við. Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls en síðan getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins. Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00 Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem stofnunin sendi frá sér í morgun. Innflytjendur þurfa í dag að sækja um sérstakt leyfi til innflutnings og leggja fram ýmiskonar vottorð til að koma í veg fyrir sjúkdómar berist hingað til lands. ESA telur íslensk stjórnvöld ekki hafa sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/stefánKrafan um að innflytjendur sæki um sérstakt leyfi til innflutnings og leggi fram ýmiskonar vottorð, svo sem til að staðfesta að vörurnar hafi legið frosnar við að lágmarki -18°C í 30 daga og að þær séu ekki smitaðar af salmonellu stangast á við EES-samninginn. Með henni er komið á reglubundnu eftirliti með dýraafurðum frá öðrum EES-ríkjum og telst það viðskiptahindrun í skilningi EES-samningsins. Ferskar kjötvörur innan EES lúta nákvæmum reglum um heilbrigðiseftirlit í útflutningsríkisinu en eftirlit í viðtökuríki er takmarkað við stikkprufur. Reglurnar byggjast gagnkvæmu trausti milli EES ríkja og eiga að stuðla að óheftum flutningum vöru á innri markaðinum eins og samningurinn gerir ráð fyrir.ESA vakti fyrst athygli á meintu broti Íslands í október í fyrra. Skilaði stofnunin þá inn formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda í kjölfar kvörtunar sem barst frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Fengu stjórnvöld þá tvo mánuði til að bregðast við athugasemdunum. Tæki ESA útskýringar stjórnvalda ekki gildar gæti stofnunin fylgt málinu eftir með rökstuddu áliti, sem barst í dag. Nú, líkt og þá, hafa stjórnvöld tvo mánuði til að bregðast við. Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls en síðan getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00 Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00
Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17