Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti í bága við EES Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2014 11:58 vísir/hrönn Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem stofnunin sendi frá sér í morgun. Innflytjendur þurfa í dag að sækja um sérstakt leyfi til innflutnings og leggja fram ýmiskonar vottorð til að koma í veg fyrir sjúkdómar berist hingað til lands. ESA telur íslensk stjórnvöld ekki hafa sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/stefánKrafan um að innflytjendur sæki um sérstakt leyfi til innflutnings og leggi fram ýmiskonar vottorð, svo sem til að staðfesta að vörurnar hafi legið frosnar við að lágmarki -18°C í 30 daga og að þær séu ekki smitaðar af salmonellu stangast á við EES-samninginn. Með henni er komið á reglubundnu eftirliti með dýraafurðum frá öðrum EES-ríkjum og telst það viðskiptahindrun í skilningi EES-samningsins. Ferskar kjötvörur innan EES lúta nákvæmum reglum um heilbrigðiseftirlit í útflutningsríkisinu en eftirlit í viðtökuríki er takmarkað við stikkprufur. Reglurnar byggjast gagnkvæmu trausti milli EES ríkja og eiga að stuðla að óheftum flutningum vöru á innri markaðinum eins og samningurinn gerir ráð fyrir.ESA vakti fyrst athygli á meintu broti Íslands í október í fyrra. Skilaði stofnunin þá inn formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda í kjölfar kvörtunar sem barst frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Fengu stjórnvöld þá tvo mánuði til að bregðast við athugasemdunum. Tæki ESA útskýringar stjórnvalda ekki gildar gæti stofnunin fylgt málinu eftir með rökstuddu áliti, sem barst í dag. Nú, líkt og þá, hafa stjórnvöld tvo mánuði til að bregðast við. Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls en síðan getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins. Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00 Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem stofnunin sendi frá sér í morgun. Innflytjendur þurfa í dag að sækja um sérstakt leyfi til innflutnings og leggja fram ýmiskonar vottorð til að koma í veg fyrir sjúkdómar berist hingað til lands. ESA telur íslensk stjórnvöld ekki hafa sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/stefánKrafan um að innflytjendur sæki um sérstakt leyfi til innflutnings og leggi fram ýmiskonar vottorð, svo sem til að staðfesta að vörurnar hafi legið frosnar við að lágmarki -18°C í 30 daga og að þær séu ekki smitaðar af salmonellu stangast á við EES-samninginn. Með henni er komið á reglubundnu eftirliti með dýraafurðum frá öðrum EES-ríkjum og telst það viðskiptahindrun í skilningi EES-samningsins. Ferskar kjötvörur innan EES lúta nákvæmum reglum um heilbrigðiseftirlit í útflutningsríkisinu en eftirlit í viðtökuríki er takmarkað við stikkprufur. Reglurnar byggjast gagnkvæmu trausti milli EES ríkja og eiga að stuðla að óheftum flutningum vöru á innri markaðinum eins og samningurinn gerir ráð fyrir.ESA vakti fyrst athygli á meintu broti Íslands í október í fyrra. Skilaði stofnunin þá inn formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda í kjölfar kvörtunar sem barst frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Fengu stjórnvöld þá tvo mánuði til að bregðast við athugasemdunum. Tæki ESA útskýringar stjórnvalda ekki gildar gæti stofnunin fylgt málinu eftir með rökstuddu áliti, sem barst í dag. Nú, líkt og þá, hafa stjórnvöld tvo mánuði til að bregðast við. Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls en síðan getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00 Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00
Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17