Erlent

Kúrdar verja Kobani enn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Loftárásir gegn Íslamska ríkinu í gær drógu úr árásum, en enn er talið tímaspursmál hvenær Kobani fellur. Tyrkir eru undir auknu álagi og eru beðnir um að hjálpa til við vörn borgarinnar.

Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi hefur beðið alþjóðasamfélagið um að bregðast við svo Kobani falli ekki í hendur IS. Muni það gerast sagði Staffan de Mistura við BBC að IS myndi fremja fjöldamorð í borginni.

Nái IS Kobani munu þeir stjórna stórum hluta landamæra Sýrlands og Tyrklands. Flestir erlendir vígamenn Íslamska ríkisins komast til Sýrlands í gegnum Tyrkland og IS hefur einnig flutt olíu yfir landamærin.

Kúrdar í Tyrklandi hafa mótmælt meintu aðgerðarleysi Tyrkneska hersins, en 12 manns létu lífið í mótmælum í gær. Minnst 400 manns hafa fallið í baráttunni um Kobani og rúmlega 160 þúsund manns hafa flúið borgina yfir landamærin til Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×