Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur 22. september 2014 14:18 Harjit er illa farinn eftir fallið og verður marga mánuði að ná fullri heilsu. vísir/einar Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. Harjit féll fram yfir handrið stúkunnar fyrir rúmri viku síðan í aðdraganda viðureignar Þórs og FH í Pepsi-deild karla. Harjit lenti með andlitið á steypukanti. Er hann illa farinn eftir fallið. „Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant,“ segir í yfirlýsingu frá Akureyrar sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Þar segir að handriðið sé 120 cm á hæð og standist allar kröfur.Í viðtali á Stöð 2 í gær gagnrýndi Harjit öryggi áhorfenda á vellinum og sagðist vera að skoða réttarstöðu sína. Harjit sagðist efast um að stúkan uppfyllti öryggisstaðla og sagði stúkuna vera hættulega fimm ára börnum meðal annars. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, furðaði sig á gagnrýni FH-ingsins í samtali við Vísi í morgun. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi. Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Akureyrarbær, sem á stúkuna, vísar þeirri gagnrýni algjörlega á bug og segir stúkuna standast allar öryggiskröfur. Tilkynningu Akureyrarbæjar má sjá hér að neðan:„Akureyrarbær harmar slys er varð á Þórsvelli 14. september sl. og óskar stuðningsmanni FH góðs bata.Öll mannvirki sem reist eru á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar, íþróttamannvirki sem og önnur, eru sem gefur að skilja hönnuð og byggð samkvæmt byggingareglugerðum og standast öll þau viðmið sem þar eru sett.Stúkan á Þórsvellinum á Akureyri stenst allar öryggiskröfur m.a. með 120 sm háu handriði fremst. Á vellinum hafa farið fram fjórir leikir á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA en leikir á vegum sambandsins fara einvörðungu fram á völlum sem standast ítrustu öryggiskröfur.Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. Harjit féll fram yfir handrið stúkunnar fyrir rúmri viku síðan í aðdraganda viðureignar Þórs og FH í Pepsi-deild karla. Harjit lenti með andlitið á steypukanti. Er hann illa farinn eftir fallið. „Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant,“ segir í yfirlýsingu frá Akureyrar sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Þar segir að handriðið sé 120 cm á hæð og standist allar kröfur.Í viðtali á Stöð 2 í gær gagnrýndi Harjit öryggi áhorfenda á vellinum og sagðist vera að skoða réttarstöðu sína. Harjit sagðist efast um að stúkan uppfyllti öryggisstaðla og sagði stúkuna vera hættulega fimm ára börnum meðal annars. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, furðaði sig á gagnrýni FH-ingsins í samtali við Vísi í morgun. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi. Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Akureyrarbær, sem á stúkuna, vísar þeirri gagnrýni algjörlega á bug og segir stúkuna standast allar öryggiskröfur. Tilkynningu Akureyrarbæjar má sjá hér að neðan:„Akureyrarbær harmar slys er varð á Þórsvelli 14. september sl. og óskar stuðningsmanni FH góðs bata.Öll mannvirki sem reist eru á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar, íþróttamannvirki sem og önnur, eru sem gefur að skilja hönnuð og byggð samkvæmt byggingareglugerðum og standast öll þau viðmið sem þar eru sett.Stúkan á Þórsvellinum á Akureyri stenst allar öryggiskröfur m.a. með 120 sm háu handriði fremst. Á vellinum hafa farið fram fjórir leikir á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA en leikir á vegum sambandsins fara einvörðungu fram á völlum sem standast ítrustu öryggiskröfur.Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12