Fótbolti

Pieth: Það þarf að gera spillingarskýrslurnar opinberar

Mark Pieth vill að FIFA geri skýrslur Michaels Garcia opinberar.
Mark Pieth vill að FIFA geri skýrslur Michaels Garcia opinberar. Vísir/Getty
Mark Pieth, fyrrverandi stjórnarmaður hjá FIFA, segir að Alþjóðaknattspyrnusambandið þurfi að gera skýrslu Michaels Garcia, um meinta spillingu við úthlutun HM 2018 og 2022, opinbera.

Pieth segir að þess konar gagnsæi muni hjálpa sambandinu að endurheimta það traust sem það hefur tapað, en FIFA hefur legið undir ámælum fyrir að úthluta Rússlandi og sérstaklega Katar HM 2018 og 2022.

Enn er óvíst hvort HM fari yfir höfuð fram í Katar, en Theo Zwanziger, annar fyrrverandi stjórnarmaður í FIFA, segir að Katar muni ekki halda HM vegna veðurfarsins þar um slóðir, en nær ómögulegt verður að spila þar að sumri til vegna hás hitastigs.

Fyrr í mánuðinum fékk FIFA þrjár skýrslur frá Garcia í hendurnar, en bandaríski lögmaðurinn og hans fólk voru ár að rannsaka úthlutun HM 2018 og 2022.

Joachim Eckert, formaður siðanefndar FIFA, mun fá skýrslurnar til rannsóknar, en enn er óvíst hvort hann hafi heimild til að breyta ákvörðun FIFA eða krefjast nýrra kosninga um hvar HM verði haldið. Skýrslurnar gætu verið til skoðunar hjá Eckert fram á næsta vor.


Tengdar fréttir

Platini fer ekki fram gegn Blatter

Michel Platini, forseti UEFA (Evrópska knattspyrnusambandsins), mun ekki bjóða sig fram gegn sitjandi forseta FIFA, Sepp Blatter.

Champagne býður sig fram gegn Blatter

Frakkinn Jerome Champagne tilkynnti í gær að hann ætlar að bjóða sig fram gegn Sepp Blatter í forsetakjöri alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×