„Við erum að svíkja þessi börn“ Linda Blöndal skrifar 28. september 2014 19:30 Samkvæmt tölum Barnaverndarstofu fóru 144 börn ungir 18 ára aldri í meðferð í fyrra við tilfinningavanda og fíkniefnaneyslu. Þessar tölur ná þó hvorki til barna sem eru í vanda en ekki komin á meðferðarstig né til þeirra sem hafa reynt meðferðir árángurslaust og nýta sér ekki lengur nein úrræði. Þá er lítið sem ekkert um vímuefnameðferð, sérstaklega fyrir börn.Viðtal við móður og ömmu 22 ára konu sem tók eigið líf fyrr í mánuðinum eftir áralanga baráttu við eiturlyf hefur vakið mikla athygli. Einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun, sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að meðferðarstöðum hefði fækkað mikið á undanförnum árum og að Barna og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, taki ekki við börnum sem eru með geðraskanir og í vímuefnaneyslu.Hafnað ef fíknivandinn er stærriYfirlæknir göngudeildar BUGL, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir segir að tekið sé á móti mörgum börnum sem hafa neytt fíkniefna. „Við lítum til okkar sérhæfða hlutverks fyrir börn og unglinga með geðraskanir og þau sem eru í erfiðari vanda. Þau eru mörg hér sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Ef við höfnum tilvísunum er það vegna þess að við teljum að geðrænn vandi sé ekki það alvarlegur og fíkniefnivandinn skyggi frekar á hann og vímuefnameðferð eigi frekar við,“ sagði Guðrún Bryndís í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.„Þá eru þau bara úti á götu“ Vísbendingar eru um meiri vanlíðan barna eftir efnahagshrun og til dæmis frá árinu 2009 jókst kvíði stúlkna hér í Breiðholtsskóla úr sjö prósentum í rúm 26 prósent árið 2012. Þörfin er mikil á að greina vandann eins fljótt og hægt er og skólar þurfa að taka þátt í því segja margir sem vinna í málaflokknum. Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla er einn skólastjóra í Breiðholti og Árbæ sem hafa unnið að því að finna leiðir svo hægt sé að ná til barna í áhættuhópi áður en þau verða miklir fíklar. „Við erum ekkert að standa okkur. Börnin sem eru komin í neyslu er gjarnan vísað úr skóla,sum þeirra eru hugsanlega komin í sölu líka. En þá eru þau bara úti á götunni. Það er það sem er hryggilegast við þetta skólakerfi okkar að þarna er bara gat. Síðan tekur við bið eftir einhvers konar úrræði og guð má vita hvað gerist á meðan,“ sagði Þórður í samtali við Stöð tvö í kvöld.Alltaf að koma upp Kostnaður Barnaverndarstofu vegna meðferðarheimila og annars sem tengist vanda þessa barna má gróflega taka saman í 500 milljónir króna á ári. En sjö ára þróunarvinna skólastjóra í Breiðholti og Árbæ hefur undanfarið vakið athygli og nefnist stundum „Breiðholtsmódelið“ en það hefur ekki fengist fjármagnað. Með þeirri aðferð mætti taka á vandanum með betri hætti, segir Þórður sem segir hafa fylgst með mörgum börnum í þessari stöðu, bæði sem skólastjóri og af kollegum sínum. „Þetta er því miður alltaf að koma upp.“ Tengdar fréttir Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13 Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Samkvæmt tölum Barnaverndarstofu fóru 144 börn ungir 18 ára aldri í meðferð í fyrra við tilfinningavanda og fíkniefnaneyslu. Þessar tölur ná þó hvorki til barna sem eru í vanda en ekki komin á meðferðarstig né til þeirra sem hafa reynt meðferðir árángurslaust og nýta sér ekki lengur nein úrræði. Þá er lítið sem ekkert um vímuefnameðferð, sérstaklega fyrir börn.Viðtal við móður og ömmu 22 ára konu sem tók eigið líf fyrr í mánuðinum eftir áralanga baráttu við eiturlyf hefur vakið mikla athygli. Einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun, sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að meðferðarstöðum hefði fækkað mikið á undanförnum árum og að Barna og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, taki ekki við börnum sem eru með geðraskanir og í vímuefnaneyslu.Hafnað ef fíknivandinn er stærriYfirlæknir göngudeildar BUGL, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir segir að tekið sé á móti mörgum börnum sem hafa neytt fíkniefna. „Við lítum til okkar sérhæfða hlutverks fyrir börn og unglinga með geðraskanir og þau sem eru í erfiðari vanda. Þau eru mörg hér sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Ef við höfnum tilvísunum er það vegna þess að við teljum að geðrænn vandi sé ekki það alvarlegur og fíkniefnivandinn skyggi frekar á hann og vímuefnameðferð eigi frekar við,“ sagði Guðrún Bryndís í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.„Þá eru þau bara úti á götu“ Vísbendingar eru um meiri vanlíðan barna eftir efnahagshrun og til dæmis frá árinu 2009 jókst kvíði stúlkna hér í Breiðholtsskóla úr sjö prósentum í rúm 26 prósent árið 2012. Þörfin er mikil á að greina vandann eins fljótt og hægt er og skólar þurfa að taka þátt í því segja margir sem vinna í málaflokknum. Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla er einn skólastjóra í Breiðholti og Árbæ sem hafa unnið að því að finna leiðir svo hægt sé að ná til barna í áhættuhópi áður en þau verða miklir fíklar. „Við erum ekkert að standa okkur. Börnin sem eru komin í neyslu er gjarnan vísað úr skóla,sum þeirra eru hugsanlega komin í sölu líka. En þá eru þau bara úti á götunni. Það er það sem er hryggilegast við þetta skólakerfi okkar að þarna er bara gat. Síðan tekur við bið eftir einhvers konar úrræði og guð má vita hvað gerist á meðan,“ sagði Þórður í samtali við Stöð tvö í kvöld.Alltaf að koma upp Kostnaður Barnaverndarstofu vegna meðferðarheimila og annars sem tengist vanda þessa barna má gróflega taka saman í 500 milljónir króna á ári. En sjö ára þróunarvinna skólastjóra í Breiðholti og Árbæ hefur undanfarið vakið athygli og nefnist stundum „Breiðholtsmódelið“ en það hefur ekki fengist fjármagnað. Með þeirri aðferð mætti taka á vandanum með betri hætti, segir Þórður sem segir hafa fylgst með mörgum börnum í þessari stöðu, bæði sem skólastjóri og af kollegum sínum. „Þetta er því miður alltaf að koma upp.“
Tengdar fréttir Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13 Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13
Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01
Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði