Fótbolti

Bannað að skíra í höfuðið á Messi

Messi ásamt syni sínum, Thiago.
Messi ásamt syni sínum, Thiago. vísir/getty
Yfirvöld í heimabæ Lionel Messi, Rosario, hafa gripið í taumana af ótta við að annað hvert barn í borginni verði skírt Messi.

Argentínumaðurinn er goðsögn í heimalandinu og eðlilega í mestum metum í heimaborg sinni. Barn var skírt Messi á dögunum og pabbinn sagðist vera stoltur af því að vera sá fyrsti sem skírir beint í höfuðið á leikmanni Barcelona.

Yfirvöld í Rosario eru ekki hrifin af því að Messi sé notað sem fornafn og hafa þess utan áhyggjur af því að fleiri ætli sér að fylgja í kjölfarið.

Þau eru því búin að banna notkun á fornafninu Messi og verður þeirri ákvörðun ekki hnikað.

Foreldrar í Rosario mega aftur á móti nota fornafnið Maradona ef þeir vilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×