Fótbolti

Leikvangur nefndur í höfuðið á páfanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frans páfi heldur á bikarnum sem San Lorenzo fékk fyrir að vinna Copa Libertadores.
Frans páfi heldur á bikarnum sem San Lorenzo fékk fyrir að vinna Copa Libertadores. Vísir/AFP
Argentínska knattspyrnuliðið San Lorenzo hefur ákveðið að nefna nýjan leikvang liðsins eftir Frans páfa.

Frans er frægasti stuðningsmaður San Lorenzo, en hann hefur tvisvar boðið liðinu í heimsókn í Vatíkanið síðan hann tók við embætti páfa í mars 2013.

San Lorenzo hefur gengið flest í haginn eftir að Frans tók við þessu æðsta embætti kaþólsku kirkjunnar. Liðið varð argentínskur meistari 2013 og í sumar hrósaði liðið sigri í Copa Libertadores, sem er eins konar suður-amerísk útgáfa af Meistaradeildinni.

San Lorenzo er gamalgróið félag sem er jafnan talið í hópi fimm stærstu félaganna í Argentínu ásamt River Plate, Boca Juniors, Independiente og Racing Club.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×