Innlent

Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hvammstangi
Hvammstangi Vísir/Jón Sigurður
Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum.

Þetta staðfestir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, sem fer fyrir rannsókninni. „Við erum enn að fara yfir málið og munum gera það áfram. Málið er í þeim farvegi,“ útskýrir hann.

Fjórir menn voru settir í gæsluvarðhald vegna fráfallsins, grunaðir um líkamsárás á Tomasz. Hann lést svo þremur dögum eftir árásina, eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans dagana á undan.

Tveir mannanna sem voru settir í gæsluvarðhalda, var sleppt skömmu seinna, en tveimur mönnum var haldið eftir. Þeir fóru úr gæsluvarðhaldi í fyrradag en eru í farbanni. Þeir eru feðgar og búa í húsinu þar sem komið var að Tomasz síðastliðinn laugardag. Banamein hans var höfuðkúpubrot. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×