Innlent

Fjörutíu skjálftar mældust í nótt

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá gosstöðvum.
Frá gosstöðvum. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Um fjörutíu jarðskjálftar mældust á umbrotasvæðinu við Holuhraun í nótt. Jarðskjálftar mældust á svipuðum slóðum og síðustu daga; í Bárðarbungu, í ganginum, þá aðallega undir Dyngjujökulssporðinum, og nokkrir við Herðubreiðartögl og Herðubreið. Stærstu skjálftinn var rétt um 3,5 að stærð við Bárðarbungu.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Náttúruvá Veðurstofu. Eftir því sem best verður séð á vefmyndavélum í nótt  og fram til 06:10 í morgun er virkni á gosstöðvunum svipuð og í gær.


Tengdar fréttir

Gasský leggur til austurs

Gasský leggur frá gosstöðvunum við Bárðarbungu til austurs en mjög hár styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist á Reyðarfirði um klukkan tíu í gærkvöld.

Dregur úr skjálftavirkni en gosið er stöðugt

Hraungosið í Holuhrauni er enn í kröftugum gangi en heldur virðist hafa dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. Jarðskjálftavirknin síðan á miðnætti hefur aðallega verið á norðurhluta gangsins, það er að segja inn undir og út fyrir, jaðar Dyngjujökuls og síðan við sjálfa Bárðarbungu.

Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun

Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir að aldrei áður hafi mælst eins mikil brennisteinsdíoxíðsmengun á Íslandi og frá eldgosinu í Holuhrauni í gærkvöldi. Mengunarmælum verður fjölgað.

Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum

Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×