Innlent

Magnaðar myndir NASA af eldgosinu

Hraunflæðið og gosmökkurinn sjást vel á þessari mynd frá Nasa.
Hraunflæðið og gosmökkurinn sjást vel á þessari mynd frá Nasa. Mynd/NASA
Meðfylgjandi myndir frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, af eldgosinu í Holuhrauni sýna vel gosmökkinn og hraunflæðið. Myndirnar voru teknar þann 6. september en samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var hraunið þá um 16 ferkílómetrar að stærð.  Nýjar mælingar frá því í morgun sýna að hraunið hefur stækkað um einn ferkílómeter síðan myndir NASA voru teknar og er það nú tæpir 17 ferkílómetrar.

Einnig má sjá hér neðst í fréttinni Facebook-færslu Jarðvísindastofnunar frá því fyrr í dag sem sýnir mynd Margrétar Ólafsdóttur, landfræðings. Hún ber þar saman stærð Holuhrauns við Skaftáreldahraun.

Hér má mynd sem tekin er af NASA og sýnir stærra svæði í kringum gosið.Mynd/NASA
Hér sést sama svæði og að ofan í venjulegum litum.Mynd/NASA

Tengdar fréttir

Sagan geymir afar öflug þeytigos

Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.