Við komuna til Íslands var Christobal orðin að djúpri lægð.
Myndin var birt á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Vísir fékk leyfi til að birta hana.
Lægðin olli miklum vindi og gífurlegri úrkomu á sunnanverðu landinu, en mikið tjón varð vegna flóða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti alls að sinna 37 útköllum vegna vatnsleka í gær.
Alls komu 324 mál inn hjá dagvakt Neyðarlínunnar í gær og var stór hluti þeirra rakinn til óveðurs og vatnstjóns.
