Innlent

Ísland í auga stormsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá Ísland í auga stormsins.
Hér má sjá Ísland í auga stormsins. Mynd/Jarðvísindastofnun HÍ

Meðfylgjandi mynd er hitamynd sem tekin var úr MODIS gervihnetti NASA klukkan 22:10 í gærkvöldi. Á myndinni má sjá leifarnar af fellibylnum Cristobal yfir Íslandi. Um síðustu helgi olli fellibylurinn miklu tjóni í Karabíuhafi, en eftir að hafa farið norður yfir kaldari sjó minnka fellibyljir yfirleitt, samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Við komuna til Íslands var Christobal orðin að djúpri lægð.

Myndin var birt á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Vísir fékk leyfi til að birta hana.

Lægðin olli miklum vindi og gífurlegri úrkomu á sunnanverðu landinu, en mikið tjón varð vegna flóða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti alls að sinna 37 útköllum vegna vatnsleka í gær.

Alls komu 324 mál inn hjá dagvakt Neyðarlínunnar í gær og var stór hluti þeirra rakinn til óveðurs og vatnstjóns.

Eldgosið í Holuhrauni sést greinilega á hitamynd NASA. Mynd/Jarðvísindastofnun HÍ

Sé hitamyndin stækkuð sést rauður blettur rétt norðan við Vatnajökul en þar er um að ræða eldgosið í Holuhrauni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.