Innlent

Brjálað að gera hjá Neyðarlínunni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/neyðarlínan
Nóg hefur verið um að vera hjá Neyðarlínunni og viðbragðsaðilum í dag, en alls bárust þeim 324 mál. Mikil úrkoma hefur verið víða um land í dag sem varð til þess að stór hluti þeirra mála sem á borð þeirra bárust voru vegna vatnstjóna sem slökkvilið og björgunarsveitir sinntu.

Óveðrið sem á landið skall í dag má rekja til hitalægðarinnar Cristobal sem olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf á dögunum. Cristobal náði fyrsta styrk fellibyls síðastliðinn þriðjudag. 

Viðvörun vegna veðurs er enn í gildi samkvæmt Veðurstofu Íslands en búist er við stormi víða um land með snörpum vindhviðum við fjöll. Þá er búist við mikilli úrkom á suðausturlandi og hætt við skriðum á þeim slóðum.  




Tengdar fréttir

37 útköll vegna vatnsleka

Dagurinn hefur verið mjög erilsamur hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Pavel steig niður í litla sundlaug

"Ég var að sýna félaga mínum húsið í morgun, labbaði inn og tók ekki eftir neinu. Svo steig ég niður og beint ofan í litla sundlaug,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Pavel Ermolinskij.

Allt á floti í Kópavogi

Gísli Sigurður, íbúi í Kópavogi, fór á stjá í morgun og tók meðfylgjandi myndband sem lýsir vel vatnsmagninu á götum Kópavogar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×