Bíó og sjónvarp

Björn Thors sóttur á limmósínu

Kvikmyndin París norðursins, sem verður frumsýnd í kvikmyndahúsum víða um landið þann 5.september næstkomandi, var forfrumsýnd í Ísafjarðarbíói á laugardaginn.

Myndin var öll tekin upp á Flateyri sumarið 2013 og lögðu undir sig eyrina um nokkura vikna skeið. Flateyringar tóku kvikmyndahópnum opnum örmum og gerðu allt til að greiða leið þeirra við gerð myndarinnar. Til dæmis þurfti í tvígang að taka allt rafmagn af þorpinu.

Aðstandendur myndarinnar tóku ekki annað í mál en að sýna myndina fyrst þar sem hún á rætur sínar að rekja og var öllum Flateyringum boðið á sérstaka forfrumsýninguna.

Það var fullt hús af góðu fólki, mikið hlegið og að sýningu lokinni stóðu allir gestir upp og klöppuðu aðstandendur upp á svið.

„Ótrúlega gaman að koma aftur vestur og sýna öllu því frábæra fólki sem hjálpaði okkur við gerð myndarinnar. Og ekki verra að viðtökurnar voru framar vonum." sagði Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri París norðursins.

Björn Thors, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni, fékk höfðinglegar móttökur þegar hann lenti á flugvellinum á Ísafirði fyrir sýningu. Þar beið hans limmósía frá Flateyri og bílstjórinn Úlfar Önundarson.

París norðursins verður tekin til almennra sýninga í kvikmyndahúsum á föstudaginn, 5. september.

Björn Thors var sóttur af limmósínu af flugvellinu eins og sannri stjörnu sæmir.

Tengdar fréttir

Ný stikla úr París norðursins

Í stiklunni hljóðar titillag myndarinnar, sem er flutt af Prins Póló og er við það að slá í gegn.

París norðursins slær í gegn

Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu.

Flateyringar komnir í kvikmyndaútgerð

"Flateyringar eru höfðingjar heim að sækja,“ segir Sindri Páll Kjartansson, framleiðandi myndarinnar París norðursins sem tekin var upp að mestu á Flateyri á síðasta ári.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.