Bíó og sjónvarp

Titillag París norðursins frumflutt á Vísi

Tinni Sveinsson skrifar
Helgi Björns leikur faðir Björns Thors og setur allt í uppnám í myndinni.
Helgi Björns leikur faðir Björns Thors og setur allt í uppnám í myndinni.
Kvikmyndin París Norðursins, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður frumsýnd á Íslandi 5. september.

Heimsfrumsýning myndarinnar fór fram á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary fyrr í mánuðinum við frábærar undirtektir og birtust lofsamlegir dómar um hana í nokkrum af fremstu kvikmyndamiðlum heims.

Helgi Björnsson, Hafsteinn Gunnar, Nanna Kristín og Björn Thors voru í góðu stuði á rauða dreglinum í Karlovy Vary.
Í dómum um myndina kemur fram að tónlistin í henni þykir einstaklega vel heppnuð. Tónlistin er eftir hljómsveitina Prins Póló og er titillag myndarinnar nú frumflutt hér á Vísi.

Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan.

París Norðursins hefur verið boðið á fjölda kvikmyndahátíða í kjölfar sýninganna í Karlovy Vary.

Hafsteinn Gunnar er til að mynda á leiðinni til Motovun í Krótatíu um helgina þar sem hann verður viðstaddur sýningu myndarinnar. Hún keppir ásamt 20 öðrum sjóðheitum evrópskum kvikmyndum um aðalverðlaun hátíðarinnar.

Með aðalhlutverkin í París norðursins fara Björn Thors, Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Björn Thors leikur Huga, sem hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi. Hann sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann faðir hans, sem Helgi Björns leikur, boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi.


Tengdar fréttir

París norðursins slær í gegn

Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu.

París Norðursins í stað Fúsa

París Norðursins, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður frumsýnd á Íslandi þann 5. september

París Norðursins sigurstrangleg í Tékklandi

Kvikmyndin París Norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar fékk frábærar viðtökur á heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.