"Við getum ekki bara látið fólk deyja og látið eins og ekkert sé“ Hrund Þórsdóttir skrifar 3. september 2014 19:00 Eins og Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um lést Pétur Pétursson þann sjöunda janúar síðastliðinn, rúmri viku eftir að honum var gefinn rangur lyfjaskammtur á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Um mjög sterk morfínlyf var að ræða og fékk Pétur um tuttugu sinnum meira af lyfinu en hann átti að þola. Landlæknisembættið rannsakaði atburðinn og hefur fréttastofa niðurstöðuskýrsluna undir höndum. Þar segir að afar ólíklegt verði að telja að orsakasamhengi hafi verið á milli hinnar röngu lyfjagjafar og andláts Péturs. Engar skýringar eru þó gefnar á þessari niðurstöðu og heldur ekki á þeirri staðreynd að Pétri var aldrei gefið mótefni sem þó var til staðar. „Það kemur ekkert fram í skýrslunni hvað gerðist. Þetta er allt mjög loðið og þar eru engin svör. Það er eins og hann hafi bara dáið eins og það sé engin ástæða fyrir því,“ segir Maríus Sævar Pétursson, sonur Péturs heitins.Gjöf mótefnis fyrirskipuð Fréttastofa ræddi við lækni Péturs á Garðvangi. Hann undrast niðurstöðurnar og telur andlátið vissulega tengjast lyfjagjöfinni. Hann staðfestir að hafa fyrirskipað gjöf mótefnisins strax eftir atvikið og hefur engar skýringar fengið á því af hverju þau tilmæli voru hunsuð. Fleiri læknar sem fréttastofa hefur rætt við segja að gefa hefði átt mótefnið og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði hefur sagt óvenjulegt að gefa það ekki. Mótefnið var til staðar í sjúkrabílnum sem sótti Pétur og flutti hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en var ekki notað. „Það er bara óskiljanlegt,“ segir Maríus Sævar. „Allir sem þekkja til eru sammála um það.“ Fjölskylda Péturs leggur ekki trúnað á að engin tengsl hafi verið milli lyfjagjafarinnar og andlátsins enda hafi hún fylgst með heilsu hans hraka hratt eftir að lyfin fóru að virka. „Við vitum betur. Það er búið að lýsa þessu öllu fyrir okkur, bæði læknirinn á Garðvangi og fleiri sem voru þarna. Þetta átti ekkert að gerast. Hann var frískur og lyfjagjöfin var klárlega ástæðan. Hann fékk ekki rétta meðhöndlun,“ segir Maríus Sævar. Í fyrstu málsgrein tíundu greinar laga um landlækni og lýðheilsu segir að þeim sem veiti heilbrigðisþjónustu beri að tilkynna landlækni án tafar um óvænt atvik sem valdið geti sjúklingi alvarlegu tjóni. Atvikið var þó ekki tilkynnt landlækni fyrr en Pétur lést, eða rúmri viku eftir eftir að það átti sér stað. Þá var það ekki tilkynnt lögreglu, eins og lög um dánarvottorð segja fyrir um.Fjölskyldan óskar eftir skýringum „Við hringdum í landlækni og hann lofaði okkur svörum en síðan hefur hann ekkert haft samband við okkur,“ segir Maríus Sævar. Ættingjar Péturs velta fyrir sér hvort verið sé að fela óþægilegt mál. Þeir vilja að mistökin verði viðurkennd, í von um að þau endurtaki sig ekki. „Við getum ekki bara látið fólk deyja og látið eins og ekkert sé. Fólk getur gert mistök og það er allt í lagi, en við verðum líka að læra af þeim,“ segir hann. Hvorki náðist í landlækni né yfirlækni Eitrunarmiðstöðvar vegna málsins í dag. Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Ný íslensk tækni: Hægt að koma í veg fyrir yfir 99% mistaka við lyfjagjöf Ný íslensk tækni getur komið í veg fyrir yfir 99% af mistökum sem gerð eru við lyfjagjöf og þannig bjargað ótal mannslífum. Tæknin er þegar komin í notkun erlendis og von er til þess að íslenskir sjúklingar njóti góðs af henni. 11. maí 2014 00:01 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00 Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Eins og Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um lést Pétur Pétursson þann sjöunda janúar síðastliðinn, rúmri viku eftir að honum var gefinn rangur lyfjaskammtur á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Um mjög sterk morfínlyf var að ræða og fékk Pétur um tuttugu sinnum meira af lyfinu en hann átti að þola. Landlæknisembættið rannsakaði atburðinn og hefur fréttastofa niðurstöðuskýrsluna undir höndum. Þar segir að afar ólíklegt verði að telja að orsakasamhengi hafi verið á milli hinnar röngu lyfjagjafar og andláts Péturs. Engar skýringar eru þó gefnar á þessari niðurstöðu og heldur ekki á þeirri staðreynd að Pétri var aldrei gefið mótefni sem þó var til staðar. „Það kemur ekkert fram í skýrslunni hvað gerðist. Þetta er allt mjög loðið og þar eru engin svör. Það er eins og hann hafi bara dáið eins og það sé engin ástæða fyrir því,“ segir Maríus Sævar Pétursson, sonur Péturs heitins.Gjöf mótefnis fyrirskipuð Fréttastofa ræddi við lækni Péturs á Garðvangi. Hann undrast niðurstöðurnar og telur andlátið vissulega tengjast lyfjagjöfinni. Hann staðfestir að hafa fyrirskipað gjöf mótefnisins strax eftir atvikið og hefur engar skýringar fengið á því af hverju þau tilmæli voru hunsuð. Fleiri læknar sem fréttastofa hefur rætt við segja að gefa hefði átt mótefnið og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði hefur sagt óvenjulegt að gefa það ekki. Mótefnið var til staðar í sjúkrabílnum sem sótti Pétur og flutti hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en var ekki notað. „Það er bara óskiljanlegt,“ segir Maríus Sævar. „Allir sem þekkja til eru sammála um það.“ Fjölskylda Péturs leggur ekki trúnað á að engin tengsl hafi verið milli lyfjagjafarinnar og andlátsins enda hafi hún fylgst með heilsu hans hraka hratt eftir að lyfin fóru að virka. „Við vitum betur. Það er búið að lýsa þessu öllu fyrir okkur, bæði læknirinn á Garðvangi og fleiri sem voru þarna. Þetta átti ekkert að gerast. Hann var frískur og lyfjagjöfin var klárlega ástæðan. Hann fékk ekki rétta meðhöndlun,“ segir Maríus Sævar. Í fyrstu málsgrein tíundu greinar laga um landlækni og lýðheilsu segir að þeim sem veiti heilbrigðisþjónustu beri að tilkynna landlækni án tafar um óvænt atvik sem valdið geti sjúklingi alvarlegu tjóni. Atvikið var þó ekki tilkynnt landlækni fyrr en Pétur lést, eða rúmri viku eftir eftir að það átti sér stað. Þá var það ekki tilkynnt lögreglu, eins og lög um dánarvottorð segja fyrir um.Fjölskyldan óskar eftir skýringum „Við hringdum í landlækni og hann lofaði okkur svörum en síðan hefur hann ekkert haft samband við okkur,“ segir Maríus Sævar. Ættingjar Péturs velta fyrir sér hvort verið sé að fela óþægilegt mál. Þeir vilja að mistökin verði viðurkennd, í von um að þau endurtaki sig ekki. „Við getum ekki bara látið fólk deyja og látið eins og ekkert sé. Fólk getur gert mistök og það er allt í lagi, en við verðum líka að læra af þeim,“ segir hann. Hvorki náðist í landlækni né yfirlækni Eitrunarmiðstöðvar vegna málsins í dag.
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Ný íslensk tækni: Hægt að koma í veg fyrir yfir 99% mistaka við lyfjagjöf Ný íslensk tækni getur komið í veg fyrir yfir 99% af mistökum sem gerð eru við lyfjagjöf og þannig bjargað ótal mannslífum. Tæknin er þegar komin í notkun erlendis og von er til þess að íslenskir sjúklingar njóti góðs af henni. 11. maí 2014 00:01 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00 Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00
Ný íslensk tækni: Hægt að koma í veg fyrir yfir 99% mistaka við lyfjagjöf Ný íslensk tækni getur komið í veg fyrir yfir 99% af mistökum sem gerð eru við lyfjagjöf og þannig bjargað ótal mannslífum. Tæknin er þegar komin í notkun erlendis og von er til þess að íslenskir sjúklingar njóti góðs af henni. 11. maí 2014 00:01
Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00
Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00
Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00