Áhöfn Nærabergs þakkar fyrir sig Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2014 17:15 Hluti áhafnar Nærabergs í matsalnum. Mynd/John F Haraldsen Stýrimaðurinn á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi þakkar af öllum þeim fjölmörgu sem þjónustuðu skipið og sýndu þeim ógleymanlegt vinarþel í bréfi sem hann birtir á Facebook-síðunni Færeyingar: Við biðjumst afsökunar. Næraberg varð fyrir vélarbilun í síðustu viku þegar skipið var við makrílveiðar í lögsögu Grænlands. Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug með varahluti til skipsins sem í kjölfarið gat siglt til Reykjavíkurhafnar. Áhöfnin fékk þá þau tilmæli að hún mætti ekki yfirgefa skipið né taka vistir í formi matar né olíu. Hafi ástæðan verið deila Íslendinga við önnur strandríki um veiðar á makríl. Málið vakti sterk viðbrögð bæði á Íslandi og í Færeyjum. Fjölmargir Íslendingar brugðust við með því að veita þeim vistir, kökur, sælgæti, gos og fleira. Þakkar áhöfnin öllum þeim sem gerði túrinn svo sérstakan og eftirminnilegan. Rúmlega 13.600 hafa nú gengið í Facebook-hópinn. Í tilkynningu frá þeim Valdísi Steinarrsdóttur og Rakel Sigurgeirsdóttir, sem stofnuðu Facebook-síðuna, segir að í bréfinu komi fram að áhafnarmeðlimir Nærabergs muni aldrei gleyma dvöl sinni hér á landi. „Ástæðurnar er hlýhugurinn, velvildin og örlætið sem þeir mættu hvarvetna. Í bréfinu eru nokkrir þeirra taldir sem þeir vilja þakka en svo er líka fjöldi annarra sem þeir vilja þakka sérstaklega sem ekki eru nefndir með nöfnum. Þar má nefna lóðsara og Jón reddara (agent) og svo leigubílstjóra og verslunareigenda í Reykjavík sem þeir segja að hafi veitt þeim allt að helmingsafslátt á vörum og þjónustu. Áhöfn Nærabergs þakkar Landhelgisgæslunni, sem flaug út með varahlut til þeirra 22. ágúst sl., hjartanlega fyrir aðstoðina þar sem þeir segja: „tað var ótrúliga flott, hjartans takk“. Svo þakka þeir: Gísla Gíslasyni, hafnarstjóra Faxaflóahafnar, Pétri Sigurgunnarssyni, Helga Hrafni Gunnarssyn, þingmanni Pírata, Valdísi (Addy) Steinarsdóttur, Rakel Sigurgeirsdóttur og loks þeim mikla fjölda sem hefur sýnt þeim hlýhug og stuðning í gegnum Facebook-síðuna: Færeyingar: Við biðjumst afsökunar. Þeir þakka þessum og fleirum til og hrósa Reykjavík þar sem þeir segja að búi frábært og vinalegt fólk: „eftir eina sera góða uppliving í Reykjavík, ein tann flottasti byur ein kann koma til og eitt fantastiska vinarligt fólkaslag sum klappaðu okkum á herðarnar og bóðu okkum altíð at vera hjartaliga valkomnar aftur.“ Í bréfinu frá áhöfn makrílveiðiskipsins Næraberg er undirstrikað að þessum túr muni skipsverjar aldrei gleyma: „At enda vilja vit takk øllum so hjartaliga sum hava gjórt hendan túrin til nakað heilt heilt serligt, nakað vit ongantí koma at gloyma“ Þeir taka það svo fram að „takk“ er fátækt orð og vísa þar í texta danska sönvarans og leikarans Poul Bundgaard: „Danski sangarin og sjónleikarin Poul Bundgaard sáli sang tað so gott “tak er kun et fattigt ord” vit duga ikki at lýsa tað betur.“ Að lokum lýsa þeir ánægju sinni fyrir því að stjórnvöld beggja landa hafi sæst og vona að sá misskilningur sem varð til þess að þeim var vísað út úr 12 mílna lögsögunni og þar með neitað um nauðsynlega þjónustu verði leiðréttur þannig að annað eins hendi ekki aftur: „Til seinast eru vit sera fegnir um at Føroyskir og Íslenskir polittikara nú um dagarnar setast við samráðingarborðið og vónandi vera miskiljingar, sum vit upplivdu rættaðir, tí soleiðis kunnu vit ikki gera móti hvørjum øðrum.“ Tengdar fréttir 34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19 Tveir íslenskir viðgerðarmenn um borð í Næraberg 34 skipverjar á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi fá ekki að fara í land í Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 14:28 „Vonandi halda þeir ekki að við séum vanþakklátir græðgisfuglar“ „Við vonum að Færeyingar haldi ekki að við Íslendingar séum vanþakklátir græðgisfuglar.“ Þetta segir annar stofnenda síðu þar sem Færeyingar eru beðnir afsökunar á framferði íslenskra stjórnvalda í garð færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg. 30. ágúst 2014 13:40 Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn "Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás.“ 29. ágúst 2014 14:58 Færeysku skipverjarnir fengu kökur og gos Mál makrílskipsins Nærabergs hefur vakið sterk viðbrögð. Sjávarútvegsráðherra segir umræðu um málið óvæga. 30. ágúst 2014 19:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Stýrimaðurinn á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi þakkar af öllum þeim fjölmörgu sem þjónustuðu skipið og sýndu þeim ógleymanlegt vinarþel í bréfi sem hann birtir á Facebook-síðunni Færeyingar: Við biðjumst afsökunar. Næraberg varð fyrir vélarbilun í síðustu viku þegar skipið var við makrílveiðar í lögsögu Grænlands. Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug með varahluti til skipsins sem í kjölfarið gat siglt til Reykjavíkurhafnar. Áhöfnin fékk þá þau tilmæli að hún mætti ekki yfirgefa skipið né taka vistir í formi matar né olíu. Hafi ástæðan verið deila Íslendinga við önnur strandríki um veiðar á makríl. Málið vakti sterk viðbrögð bæði á Íslandi og í Færeyjum. Fjölmargir Íslendingar brugðust við með því að veita þeim vistir, kökur, sælgæti, gos og fleira. Þakkar áhöfnin öllum þeim sem gerði túrinn svo sérstakan og eftirminnilegan. Rúmlega 13.600 hafa nú gengið í Facebook-hópinn. Í tilkynningu frá þeim Valdísi Steinarrsdóttur og Rakel Sigurgeirsdóttir, sem stofnuðu Facebook-síðuna, segir að í bréfinu komi fram að áhafnarmeðlimir Nærabergs muni aldrei gleyma dvöl sinni hér á landi. „Ástæðurnar er hlýhugurinn, velvildin og örlætið sem þeir mættu hvarvetna. Í bréfinu eru nokkrir þeirra taldir sem þeir vilja þakka en svo er líka fjöldi annarra sem þeir vilja þakka sérstaklega sem ekki eru nefndir með nöfnum. Þar má nefna lóðsara og Jón reddara (agent) og svo leigubílstjóra og verslunareigenda í Reykjavík sem þeir segja að hafi veitt þeim allt að helmingsafslátt á vörum og þjónustu. Áhöfn Nærabergs þakkar Landhelgisgæslunni, sem flaug út með varahlut til þeirra 22. ágúst sl., hjartanlega fyrir aðstoðina þar sem þeir segja: „tað var ótrúliga flott, hjartans takk“. Svo þakka þeir: Gísla Gíslasyni, hafnarstjóra Faxaflóahafnar, Pétri Sigurgunnarssyni, Helga Hrafni Gunnarssyn, þingmanni Pírata, Valdísi (Addy) Steinarsdóttur, Rakel Sigurgeirsdóttur og loks þeim mikla fjölda sem hefur sýnt þeim hlýhug og stuðning í gegnum Facebook-síðuna: Færeyingar: Við biðjumst afsökunar. Þeir þakka þessum og fleirum til og hrósa Reykjavík þar sem þeir segja að búi frábært og vinalegt fólk: „eftir eina sera góða uppliving í Reykjavík, ein tann flottasti byur ein kann koma til og eitt fantastiska vinarligt fólkaslag sum klappaðu okkum á herðarnar og bóðu okkum altíð at vera hjartaliga valkomnar aftur.“ Í bréfinu frá áhöfn makrílveiðiskipsins Næraberg er undirstrikað að þessum túr muni skipsverjar aldrei gleyma: „At enda vilja vit takk øllum so hjartaliga sum hava gjórt hendan túrin til nakað heilt heilt serligt, nakað vit ongantí koma at gloyma“ Þeir taka það svo fram að „takk“ er fátækt orð og vísa þar í texta danska sönvarans og leikarans Poul Bundgaard: „Danski sangarin og sjónleikarin Poul Bundgaard sáli sang tað so gott “tak er kun et fattigt ord” vit duga ikki at lýsa tað betur.“ Að lokum lýsa þeir ánægju sinni fyrir því að stjórnvöld beggja landa hafi sæst og vona að sá misskilningur sem varð til þess að þeim var vísað út úr 12 mílna lögsögunni og þar með neitað um nauðsynlega þjónustu verði leiðréttur þannig að annað eins hendi ekki aftur: „Til seinast eru vit sera fegnir um at Føroyskir og Íslenskir polittikara nú um dagarnar setast við samráðingarborðið og vónandi vera miskiljingar, sum vit upplivdu rættaðir, tí soleiðis kunnu vit ikki gera móti hvørjum øðrum.“
Tengdar fréttir 34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19 Tveir íslenskir viðgerðarmenn um borð í Næraberg 34 skipverjar á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi fá ekki að fara í land í Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 14:28 „Vonandi halda þeir ekki að við séum vanþakklátir græðgisfuglar“ „Við vonum að Færeyingar haldi ekki að við Íslendingar séum vanþakklátir græðgisfuglar.“ Þetta segir annar stofnenda síðu þar sem Færeyingar eru beðnir afsökunar á framferði íslenskra stjórnvalda í garð færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg. 30. ágúst 2014 13:40 Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn "Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás.“ 29. ágúst 2014 14:58 Færeysku skipverjarnir fengu kökur og gos Mál makrílskipsins Nærabergs hefur vakið sterk viðbrögð. Sjávarútvegsráðherra segir umræðu um málið óvæga. 30. ágúst 2014 19:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19
Tveir íslenskir viðgerðarmenn um borð í Næraberg 34 skipverjar á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi fá ekki að fara í land í Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 14:28
„Vonandi halda þeir ekki að við séum vanþakklátir græðgisfuglar“ „Við vonum að Færeyingar haldi ekki að við Íslendingar séum vanþakklátir græðgisfuglar.“ Þetta segir annar stofnenda síðu þar sem Færeyingar eru beðnir afsökunar á framferði íslenskra stjórnvalda í garð færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg. 30. ágúst 2014 13:40
Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn "Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás.“ 29. ágúst 2014 14:58
Færeysku skipverjarnir fengu kökur og gos Mál makrílskipsins Nærabergs hefur vakið sterk viðbrögð. Sjávarútvegsráðherra segir umræðu um málið óvæga. 30. ágúst 2014 19:22