Innlent

Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Hornafjarðarhöfn.
Frá Hornafjarðarhöfn. Mynd/Hornafjarðarhöfn/Runni
„Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás,“ segir í færslu á Facebook-síðu Hornafjarðarhafnar í dag.

Eins og fjallað hefur verið um á Vísi fá 34 skipverjar á færeyska makrílveiðskipinu Nærabergi hvorki mat né vatn auk þess sem skipið fær ekki olíu. Vélarbilun varð í skipinu þar sem það sigldi með afla sinn út úr grænlenskri lögsögu.

„Erum við ánægðir að fá hér frændur okkar Færeyinga í heimsókn. Við erum töluvert bit yfir framkomu við útgerð og áhöfn færeyska skipsins Nærabergs. Svona á bara alls ekki að gera.“


Tengdar fréttir

„Ótrúlega aum framkoma við Færeyinga“

Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er afar ósáttur við þá staðreynd að skipverjar á færeyska skipingu Nærabergi fái ekki olíu, vatn og vistir í Reykjavík.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.