Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 15:15 Hannes í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/AM Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, var hress þegar Vísir náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudaginn kemur, en leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Frakklandi 2016. „Stemningin er virkilega fín. Við erum spenntir og hlökkum til að takast á við þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við fjölmiðla. „Við erum búnir að fara vel yfir Tyrkina og það eru nokkrir dagar í leiknin. Við munum fara ennþá betur fyrir þeirra leik og erum búnir að skoða slatta nú þegar," sagði Hannes og aðspurður hvort þeir væru "underdogs" svaraði Hannes: „Ja, ég myndi nú ekki segja að við séum "underdogs". Við vitum að við erum að fara spila á móti frábæru liði, en við erum meðvitaðir um okkar hæfilega."Heiður að spila fyrir þjóðina „Við erum að fá þá á okkar heimavöll og ef við ætlum að gera eitthverja hluti í þessum riðli þá getum við ekki litið á okkur sem litla liðið í þessum leikjum. Við þurfum að spila til sigurs og verðum að stefna á þrjú stig á þriðjudaginn." „Það er alltaf pressa. Maður finnur fyrir henni og það gekk vel í síðustu keppni. Við sjálfir og þeir sem koma að liðinu og fólkið í landinu gerir ákveðnar kröfur á okkur núna um árangur og við finnum fyrir því." Hanens segir að það sé alltaf mikill heiður að spila fyrir framan íslensku þjóðina og vonast eftir að sú stemning sem var í síðustu keppni haldi áfram. „Að spila fyrir þjóðina er gríðarlegur heiður og maður vill standa sig. Það er alltaf ákveðinn pressa, en það snýst svo um að núllstilla sig og hreinsa hugann og vera klár þegar flautan gellur." „Það var algjörlega stórkostleg stemning í kringum liðið í síðustu keppni þar sem völlurinn fylltist löngu fyrir leik. Það var ótrúleg að fá að upplifa það að vera í landsliðinu í svona meðbyr og að fá að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll."Hannes á æfingu landsliðsins.Vísir/DaníelHannes er uppalinn Leiknismaður og var á vellinum á fimmtudaginn þegar Leiknismenn tryggðu sér upp í Pepsi-deildina. Hann var stoltur af sínu uppeldisfélagi. „Það var geðveikt. Ég hef ekki getað komið á neinn leik í sumar, en þessi eini leikur sem ég gat mætt á þá gátu þeir einmitt tryggt sig upp." „Það var frábært að sjá þetta. Þetta er uppeldisfélagið og Leiknir var alltaf í annari eða þriðju deild þegar ég var gutti og að sjá þetta litla lið með þetta stóra hjarta fara upp í úrvalsdeild var gaman. Það er búið að vinna gott starf þarna og menn eru að uppskera." Staða Sandnes, lið Hannes í Noregi, er afar slæm. Liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar og sjö stigum frá öruggu sæti. Hannes segir að framtíð sín sé óljós. „Það verður að koma í ljós. Menn eru núna að leggja allt undir að bjarga félaginu frá falli og það er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan verða málin skoðuð þegar tímabilið er búið, en ég mun reyna spila fótbolta á sem hæsta stigi." „Ég mun gera það sem ég get til að spila á sem hæsta stigi, en fyrsta deildin í Noregi er ekkert sérstaklega álitlegur kostur. Núna einbeiti ég mér að því að bjarga liðinu frá falli og svo sjáum við hvað gerist í lok tímabils," sagði Hannes að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, var hress þegar Vísir náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudaginn kemur, en leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Frakklandi 2016. „Stemningin er virkilega fín. Við erum spenntir og hlökkum til að takast á við þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við fjölmiðla. „Við erum búnir að fara vel yfir Tyrkina og það eru nokkrir dagar í leiknin. Við munum fara ennþá betur fyrir þeirra leik og erum búnir að skoða slatta nú þegar," sagði Hannes og aðspurður hvort þeir væru "underdogs" svaraði Hannes: „Ja, ég myndi nú ekki segja að við séum "underdogs". Við vitum að við erum að fara spila á móti frábæru liði, en við erum meðvitaðir um okkar hæfilega."Heiður að spila fyrir þjóðina „Við erum að fá þá á okkar heimavöll og ef við ætlum að gera eitthverja hluti í þessum riðli þá getum við ekki litið á okkur sem litla liðið í þessum leikjum. Við þurfum að spila til sigurs og verðum að stefna á þrjú stig á þriðjudaginn." „Það er alltaf pressa. Maður finnur fyrir henni og það gekk vel í síðustu keppni. Við sjálfir og þeir sem koma að liðinu og fólkið í landinu gerir ákveðnar kröfur á okkur núna um árangur og við finnum fyrir því." Hanens segir að það sé alltaf mikill heiður að spila fyrir framan íslensku þjóðina og vonast eftir að sú stemning sem var í síðustu keppni haldi áfram. „Að spila fyrir þjóðina er gríðarlegur heiður og maður vill standa sig. Það er alltaf ákveðinn pressa, en það snýst svo um að núllstilla sig og hreinsa hugann og vera klár þegar flautan gellur." „Það var algjörlega stórkostleg stemning í kringum liðið í síðustu keppni þar sem völlurinn fylltist löngu fyrir leik. Það var ótrúleg að fá að upplifa það að vera í landsliðinu í svona meðbyr og að fá að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll."Hannes á æfingu landsliðsins.Vísir/DaníelHannes er uppalinn Leiknismaður og var á vellinum á fimmtudaginn þegar Leiknismenn tryggðu sér upp í Pepsi-deildina. Hann var stoltur af sínu uppeldisfélagi. „Það var geðveikt. Ég hef ekki getað komið á neinn leik í sumar, en þessi eini leikur sem ég gat mætt á þá gátu þeir einmitt tryggt sig upp." „Það var frábært að sjá þetta. Þetta er uppeldisfélagið og Leiknir var alltaf í annari eða þriðju deild þegar ég var gutti og að sjá þetta litla lið með þetta stóra hjarta fara upp í úrvalsdeild var gaman. Það er búið að vinna gott starf þarna og menn eru að uppskera." Staða Sandnes, lið Hannes í Noregi, er afar slæm. Liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar og sjö stigum frá öruggu sæti. Hannes segir að framtíð sín sé óljós. „Það verður að koma í ljós. Menn eru núna að leggja allt undir að bjarga félaginu frá falli og það er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan verða málin skoðuð þegar tímabilið er búið, en ég mun reyna spila fótbolta á sem hæsta stigi." „Ég mun gera það sem ég get til að spila á sem hæsta stigi, en fyrsta deildin í Noregi er ekkert sérstaklega álitlegur kostur. Núna einbeiti ég mér að því að bjarga liðinu frá falli og svo sjáum við hvað gerist í lok tímabils," sagði Hannes að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira