Fótbolti

Undankeppni EM hefst í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þjóðverjar fagna heimsmeistaratilinum í sumar.
Þjóðverjar fagna heimsmeistaratilinum í sumar. Vísir/Getty
Undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Frakklandi árið 2016 hefst í dag með átta leikjum. Fjórir þeirra verða sýndir á Sportrásum Stöðvar 2 Sport.

Í D-riðli eru þrír leikir. Georgía og Írland mætast, Pólland sækir Gíbraltar heim og stærsti leikur dagsins í D-riðli er leikur heimsmeistara Þýskalands og Skotland í Þýskalandi.

Í F-riðli eru einnig þrír leikir. Ungverjaland fær Norður-Írland í heimsókn, frændur okkar í Færejyum mæta Finnlandi og Grikkland og Rúmenía mætast.

Í I-riðli eru svo tveir leikir. Danmörk mætir Armeníu á Parken og Portúgal mætir Albaníu, en Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahóp Portúgals.

Leikir dagsins:

16:00 Georgía - Írland

16.00 Ungverjaland - Norður Írland

16:00 Denmark - Armenía (Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD)

18:45 Þýskaland - Skotland (Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD)

18:45 Gíbraltar - Pólland

18:45 Færeyjar - Finnland

18:45 Grikklandi - Rúmenía

18:45 Portúgal - Albanía (Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×