Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2014 21:24 Hér má sjá móðuna eins og hún leit út á föstudaginn. Mynd/Edda Kr. Björnsdóttir Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. Á laugardag var hún óvenju mikil. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni segir að há gildi brennisteinsdíoxíð hafi mælst á vöktunarstöðum í Reyðarfirði og loftmyndir hafi bent til að mengun hafi verið meiri í Jökuldal og Fljótsdal. „Þau gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð hér á landi síðan mælingar á mengun hófust á Íslandi nokkuð fyrir 1970,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að búast megi við sambærilegum gildum áfram breytist veður ekki og gangur gossins verður sá sami. Þó þessi gildi séu einstök hér á landi eru sambærileg og jafnvel enn hærri gildi þekkt í stórum iðnaðarborgum samkvæmt tilkynningunni. Miðað við mælingar síðustu daga má búast við að hæstu gildi í byggð, geti verið á bilinu 500 til 1.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra).Sjúklingar hugi að „Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.“ Sjúklingum er mikilvægt að huga að því að hafa lyf sín tiltæk. Þá dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs að anda í gegnum nef frekar en munn. Þá er mikilvægt að íbúar fylgist með upplýsingum um mengunina þar sem miklar sveiflur geti verið á henni. Vindátt og vindstyrkur eru ráðandi þættir að því gefnu að gosið verði stöðugt. Vegna umhverfisvöktunarinnar í Reyðarfirði eru góðar upplýsingar til þaðan um mengunina. Unnið er að því að koma fyrir mælum víðar, eins og á Egilsstöðum.Mynd/Edda Kr. BjörnsdóttirMynd/Edda Kr. Björnsdóttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. Á laugardag var hún óvenju mikil. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni segir að há gildi brennisteinsdíoxíð hafi mælst á vöktunarstöðum í Reyðarfirði og loftmyndir hafi bent til að mengun hafi verið meiri í Jökuldal og Fljótsdal. „Þau gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð hér á landi síðan mælingar á mengun hófust á Íslandi nokkuð fyrir 1970,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að búast megi við sambærilegum gildum áfram breytist veður ekki og gangur gossins verður sá sami. Þó þessi gildi séu einstök hér á landi eru sambærileg og jafnvel enn hærri gildi þekkt í stórum iðnaðarborgum samkvæmt tilkynningunni. Miðað við mælingar síðustu daga má búast við að hæstu gildi í byggð, geti verið á bilinu 500 til 1.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra).Sjúklingar hugi að „Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.“ Sjúklingum er mikilvægt að huga að því að hafa lyf sín tiltæk. Þá dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs að anda í gegnum nef frekar en munn. Þá er mikilvægt að íbúar fylgist með upplýsingum um mengunina þar sem miklar sveiflur geti verið á henni. Vindátt og vindstyrkur eru ráðandi þættir að því gefnu að gosið verði stöðugt. Vegna umhverfisvöktunarinnar í Reyðarfirði eru góðar upplýsingar til þaðan um mengunina. Unnið er að því að koma fyrir mælum víðar, eins og á Egilsstöðum.Mynd/Edda Kr. BjörnsdóttirMynd/Edda Kr. Björnsdóttir
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira